Ferskt, gott og einfalt!

Uppskrift
Hráefni
300 gr tígrisrækju
1 poki sweet chili & garlic sósa (Blue Dragon) litlir pokar
1-2 msk olía
1 stk grænt epli
2 stk vorlaukar
1/4 hluti af ferskum chili
2 msk söxuð mynta
Safi úr 1/2 stk lime
Smá salt
Klettasalat
Leiðbeiningar
1
Skerið epli í þunnar sneiðar og saxið vorlauk.
2
Skerið chili í sneiðar og fínsaxið myntuna.
3
Hitið pönnu, bætið olíunni út á pönnuna og steikið rækjurnar í 2 mín á hvorri hlið, bætið sweet chili & garlic sósunni út á ásamt eplasneiðum, söxuðum vorlauk og látið sjóða í 2 mínútur.
4
Söxuð mynta og saxað chili er því næst sett út í eftir smekk ásamt safa úr lime. Að lokum er stráð smá salti og borið fram á klettasalati.
Uppskrift frá Vigdísi Ylfu Hreinsdóttur.
MatreiðslaSjávarréttirTegundAsískt
Hráefni
300 gr tígrisrækju
1 poki sweet chili & garlic sósa (Blue Dragon) litlir pokar
1-2 msk olía
1 stk grænt epli
2 stk vorlaukar
1/4 hluti af ferskum chili
2 msk söxuð mynta
Safi úr 1/2 stk lime
Smá salt
Klettasalat