Sweet chili núðluréttur með kjúklingi eða sweet chili kjúklingasúpa.
Ólífuolía hituð í stórum potti og laukur steiktur þar til hann er orðinn mjúkur. Þá er sveppum, hvítlauki, chili pipar og papriku bætt út í og steikt í smá stund.
Því næst er Philadelphia ostinum, kjúklingakraftinum, rjómanum, sweet chili sósunni, steinseljunni og kryddunum bætt út í og látið malla í 2-3 mínútur.
Svo er kjúklingum bætt út í, suðan látin koma upp og látið malla í um það bil 6-8 mínútur eða þar til kjúklingur er hér um bil eldaður í gegn.
Að lokum er brokkolí bætt út og látið malla í 4-5 mínútur til viðbótar.
Ef útbúa á núðluréttinn er núðlunum bætt út með brokkolíinu og látið malla þar til núðlurnar eru passlega soðnar. Smakkað til með salti, pipar og papriku og chili kryddi eftir smekk.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki