Sweet chili núðluréttur með kjúklingi

Sweet chili núðluréttur með kjúklingi eða sweet chili kjúklingasúpa.

 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry, afþýddar og skornar í bita
 2 msk ólífuolía frá Filippo Berio
 1/2 rauðlaukur, saxaður smátt
 150 g sveppir, skornir í sneiðar
 2 hvítlauksrif, söxuð smátt
 1/4 – 1/2 rautt chili pipar, fræhreinsaður og saxaður smátt
 1 lítil eða ½ stór rauð paprika, skorin í bita
 1 lítil gul eða ½ stór paprika, skorin í bita
 100 g Philadelphia ostur með sweet chili
 600 ml kjúklingakraftur (600 ml sjóðandi vatn + 3 tsk kjúklingakraftur frá Oscar)
 2 dl rjómi
 1/2 dl sweet chili dip sauce frá Blue Dragon
 2/ 3 dl fersk steinselja, söxuð smátt
 1/2 -1 tsk paprika (krydd)
 ¼ -1/2 tsk chili krydd (t.d. chili explosion eða chili duft)
 150 g medium egg núðlur frá Blue Dragon (ef útbúa á núðluréttinn)
 ca 200 g brokkolí, skorið í bita
 saltflögur og grófmalaður svartur pipar

1

Ólífuolía hituð í stórum potti og laukur steiktur þar til hann er orðinn mjúkur. Þá er sveppum, hvítlauki, chili pipar og papriku bætt út í og steikt í smá stund.

2

Því næst er Philadelphia ostinum, kjúklingakraftinum, rjómanum, sweet chili sósunni, steinseljunni og kryddunum bætt út í og látið malla í 2-3 mínútur.

3

Svo er kjúklingum bætt út í, suðan látin koma upp og látið malla í um það bil 6-8 mínútur eða þar til kjúklingur er hér um bil eldaður í gegn.

4

Að lokum er brokkolí bætt út og látið malla í 4-5 mínútur til viðbótar.

5

Ef útbúa á núðluréttinn er núðlunum bætt út með brokkolíinu og látið malla þar til núðlurnar eru passlega soðnar. Smakkað til með salti, pipar og papriku og chili kryddi eftir smekk.