Það eru svo margir kostir við að útbúa góða súpu. Þær má frysta, þær eru fljótlegar í gerð, hollar og mettandi, hagkvæmar og gott að bjóða uppá súpu þegar margir eru í mat. Ég mæli svo mikið með þessari dásemd!
Setjið kjúkling, karrý og salt saman í poka með rennilás eða í skál og blandið vel saman.
Látið marinerast í smá stund.
Látið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í 4-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
Skerið í niður í litla bita.
Skerið grænmetið smátt niður.
Setjið smjör í sama pott og kjúklingurinn var steikur í (þvoið ekki á milli).
Skrapið út kjúklingakjötið í botninum það gefur súpunni gott bragð.
Steikið grænmetið við miðlungs hita í 2-3 mínútur eða þar til það er farið að mýkjast.
Bætið tómatpúrru og maukuðu tómötunum saman við. Blandið vel saman og steikið í 1-2 mínútur.
Bætið þá rjóma og sýrðum rjóma út í pottinn og síðan heitu vatni með kjúklingakrafti. Látið malla (en ekki sjóða) í 5 mínútur.
Bætið kjúklingabitunum saman við og látið malla í aðrar 5 mínútur.
Setjið að lokum sweet chilí sósu, sítrónusafa, salt og pipar saman við.
Smakkið til að eigin smekk. Berið fram með meðlæti að eigin vali.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
4-6