Print Options:








Sushi skál með Rapunzel hýðishrísgrjónum

Magn1 skammtur

Holl og góð sushi skál með hýðishrísgrjónum, edamamebaunum, avókadó, papriku og mangó.

Hrísgrjónablandan
 2 bollar Stutt hýðishrísgrjón frá Rapunzel
 5 bollar vatn
 1 tsk salt
 1 msk mirin
 1 msk hrísgrjónaedik, t.d. frá Blue Dragon
Skálin
 350 gr edamame baunir
 1 msk sesamolía, t.d frá blue dragon
 Chili flögur
 2 Avocado
 1 rauð papríka
 1 bolli mangó (frosinn og afþýddur eða ferskur)
Sósan
 Soja sósa t.d frá Blue dragon
 Vasapi
 Seeweed/nori blöð
1

Sjóðið hrísgrjónin, 2 bollar hrísgrjón í 5 bollum af vatni, ásamt 1 tsk af salti. Þegar hrísgrjóni eru soðin er svo 1 msk af mirin og 1 msk af ediki hrært útí hrísgrjónin.

2

Hitið vatn og setjið edamame baunirnar útí þegar suðan er komin upp og látið sjóða í ca 2-3 mínútur. Ath við viljum ekki sjóða þær of lengi því þá tapa þær sæta bragðinu. Sigtið baunirnar frá vatninu og setjið sesamolíu ásamt chiliflögum og smá salti útá.

3

Skerið niður papríku, avocado og mangó (eða afþýðið frosinn mangó).

4

Berið fram með sushi ginger eða pikkluðum rauðlauk ásamt sojasósu með vasapi.