Pizza er vinsæl hjá mörgum og alltaf er gaman að smakka nýjar samsetningar af góðri pizzu. Hér er ein mjög góð með rifinni önd, bökuðum tómötum og balsamikgljáa, sem að við mælum með að þið prófið með góðu rauðvínsglasi.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Takið pizzadeigið úr kæli amk 1 klst fyrir eldun.
Stillið ofn á 180°C á blæstri.
Setjið tómata í eldfast mót og veltið upp úr ólífuolíu og salti. Bakið í miðjum ofni í 20 mín.
Hreinsið fituna af andalærinu og rífið kjötið niður. Við notum ekki skinnið.
Stillið ofninn á hæsta hita 300-350 °C.
Sneiðið rauðlauk í þunnar sneiðar eftir smekk.
Setjið bökunarplötu inn í ofn svo hún hitni vel á meðan unnið er í botninum. Hafið bökunarpappír kláran til að vinna deigið á.
Setjið smá hveiti á hendurnar og notið hendurnar til þess að fletja botninn út í um 28 cm hring. Best er að vinna út frá miðju deigsins í átt að kantinum og reyna að hlífa um 2 cm af kantinum við sem mestu hnjaski. Þannig er gasinu í deiginu ýtt út í kantinn sem verður til þess að hann lyftist betur.
Raðið sósu, osti, rifinni önd, ítölsku pastakryddi, bökuðum tómötum og rauðlauk á pizzuna. Saltið smá.
Takið heita ofnplötuna úr ofninum (farið varlega) og dragið pizzzuna á ofnpappírnum á heita plötuna. Bakið í neðstu grind í ofni í 12-15 mín eða þar til pizzan er orðin fallega gyllt.
Toppið pizzuna með klettasalati og balsamikgljáa.
Njótið með góðu rauðvínsglasi.
Uppskriftin er eftir Snorra Guðmundsson
Hráefni
Leiðbeiningar
Takið pizzadeigið úr kæli amk 1 klst fyrir eldun.
Stillið ofn á 180°C á blæstri.
Setjið tómata í eldfast mót og veltið upp úr ólífuolíu og salti. Bakið í miðjum ofni í 20 mín.
Hreinsið fituna af andalærinu og rífið kjötið niður. Við notum ekki skinnið.
Stillið ofninn á hæsta hita 300-350 °C.
Sneiðið rauðlauk í þunnar sneiðar eftir smekk.
Setjið bökunarplötu inn í ofn svo hún hitni vel á meðan unnið er í botninum. Hafið bökunarpappír kláran til að vinna deigið á.
Setjið smá hveiti á hendurnar og notið hendurnar til þess að fletja botninn út í um 28 cm hring. Best er að vinna út frá miðju deigsins í átt að kantinum og reyna að hlífa um 2 cm af kantinum við sem mestu hnjaski. Þannig er gasinu í deiginu ýtt út í kantinn sem verður til þess að hann lyftist betur.
Raðið sósu, osti, rifinni önd, ítölsku pastakryddi, bökuðum tómötum og rauðlauk á pizzuna. Saltið smá.
Takið heita ofnplötuna úr ofninum (farið varlega) og dragið pizzzuna á ofnpappírnum á heita plötuna. Bakið í neðstu grind í ofni í 12-15 mín eða þar til pizzan er orðin fallega gyllt.
Toppið pizzuna með klettasalati og balsamikgljáa.
Njótið með góðu rauðvínsglasi.