fbpx

Sumarsprengja með rjómaostskremi

Frábær eftirréttur sem er stútfullur af perum og súkkulaði!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 Fyrir 83 perur
 2 msk. smjör
 3 lítil Daim-súkkulaðistykki
 125 g Toblerone-súkkulaði
 1 dl púðursykur
 50 g möndlur, saxaðar
 1 pakki blaðdeig (fillo)
 2 msk. smjör, brætt
 1 msk. hrásykur (má sleppa)
Rjómaostskrem
 300 g Philadelphia-rjómaostur, hreinn
 1 dl flórsykur
 2 dl rjómi, þeyttur

Leiðbeiningar

1

Einfalt og gómsætt. Þessi frábæri eftirréttur er stútfullur af perum og súkkulaði! Í raun má setja nánast hvaða fyllingu sem er í deigið, t.d. epli, kirsuber, ferskjur, jarðarber eða hindber.

2

Skrælið perurnar, kjarnhreinsið þær og skerið í litla bita. Bræðið smjörið á pönnu við vægan hita og léttsteikið perurnar í því í 2-3 mínútur. Saxið Daim-súkkulaðið og Toblerone-súkkulaðið og setjið í skál ásamt púðursykri og möndlum. Bætið perunum út í og blandið öllu vel saman. Takið eina deigþynnu og leggið hana á hreinan flöt.

3

Penslið deigið með bræddu smjöri og leggið aðra deigþynnu ofan á. Penslið hana líka með smjöri og þannig koll af kolli þar til deigið er uppurið. Setjið fyllinguna í miðjuna á deigfletinum og rúllið deiginu upp í eina stóra lengju. Snúið samskeytunum niður og brettið endana undir lengjuna. Smyrjið aflangt álform vel og setjið það síðan ofan í annað álform (þetta kemur í veg fyrir að lengjan brenni). Leggið lengjuna í formið, penslið hana með bræddu smjöri og stráið 1 matskeið af hrásykri yfir. Bakið við 180°C í 30 mínútur eða grillið við meðalhita í 25-30 mínútur.

Rjómaostskrem
4

Hrærið rjómaost og flórsykur vel saman. Blandið þeytta rjómanum varlega saman við og berið fram með perulengjunni.

DeilaTístaVista

Hráefni

 Fyrir 83 perur
 2 msk. smjör
 3 lítil Daim-súkkulaðistykki
 125 g Toblerone-súkkulaði
 1 dl púðursykur
 50 g möndlur, saxaðar
 1 pakki blaðdeig (fillo)
 2 msk. smjör, brætt
 1 msk. hrásykur (má sleppa)
Rjómaostskrem
 300 g Philadelphia-rjómaostur, hreinn
 1 dl flórsykur
 2 dl rjómi, þeyttur

Leiðbeiningar

1

Einfalt og gómsætt. Þessi frábæri eftirréttur er stútfullur af perum og súkkulaði! Í raun má setja nánast hvaða fyllingu sem er í deigið, t.d. epli, kirsuber, ferskjur, jarðarber eða hindber.

2

Skrælið perurnar, kjarnhreinsið þær og skerið í litla bita. Bræðið smjörið á pönnu við vægan hita og léttsteikið perurnar í því í 2-3 mínútur. Saxið Daim-súkkulaðið og Toblerone-súkkulaðið og setjið í skál ásamt púðursykri og möndlum. Bætið perunum út í og blandið öllu vel saman. Takið eina deigþynnu og leggið hana á hreinan flöt.

3

Penslið deigið með bræddu smjöri og leggið aðra deigþynnu ofan á. Penslið hana líka með smjöri og þannig koll af kolli þar til deigið er uppurið. Setjið fyllinguna í miðjuna á deigfletinum og rúllið deiginu upp í eina stóra lengju. Snúið samskeytunum niður og brettið endana undir lengjuna. Smyrjið aflangt álform vel og setjið það síðan ofan í annað álform (þetta kemur í veg fyrir að lengjan brenni). Leggið lengjuna í formið, penslið hana með bræddu smjöri og stráið 1 matskeið af hrásykri yfir. Bakið við 180°C í 30 mínútur eða grillið við meðalhita í 25-30 mínútur.

Rjómaostskrem
4

Hrærið rjómaost og flórsykur vel saman. Blandið þeytta rjómanum varlega saman við og berið fram með perulengjunni.

Sumarsprengja með rjómaostskremi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…