fbpx

Sumarsprengja með rjómaostskremi

Frábær eftirréttur sem er stútfullur af perum og súkkulaði!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 Fyrir 83 perur
 2 msk. smjör
 3 lítil Daim-súkkulaðistykki
 125 g Toblerone-súkkulaði
 1 dl púðursykur
 50 g möndlur, saxaðar
 1 pakki blaðdeig (fillo)
 2 msk. smjör, brætt
 1 msk. hrásykur (má sleppa)
Rjómaostskrem
 300 g Philadelphia-rjómaostur, hreinn
 1 dl flórsykur
 2 dl rjómi, þeyttur

Leiðbeiningar

1

Einfalt og gómsætt. Þessi frábæri eftirréttur er stútfullur af perum og súkkulaði! Í raun má setja nánast hvaða fyllingu sem er í deigið, t.d. epli, kirsuber, ferskjur, jarðarber eða hindber.

2

Skrælið perurnar, kjarnhreinsið þær og skerið í litla bita. Bræðið smjörið á pönnu við vægan hita og léttsteikið perurnar í því í 2-3 mínútur. Saxið Daim-súkkulaðið og Toblerone-súkkulaðið og setjið í skál ásamt púðursykri og möndlum. Bætið perunum út í og blandið öllu vel saman. Takið eina deigþynnu og leggið hana á hreinan flöt.

3

Penslið deigið með bræddu smjöri og leggið aðra deigþynnu ofan á. Penslið hana líka með smjöri og þannig koll af kolli þar til deigið er uppurið. Setjið fyllinguna í miðjuna á deigfletinum og rúllið deiginu upp í eina stóra lengju. Snúið samskeytunum niður og brettið endana undir lengjuna. Smyrjið aflangt álform vel og setjið það síðan ofan í annað álform (þetta kemur í veg fyrir að lengjan brenni). Leggið lengjuna í formið, penslið hana með bræddu smjöri og stráið 1 matskeið af hrásykri yfir. Bakið við 180°C í 30 mínútur eða grillið við meðalhita í 25-30 mínútur.

Rjómaostskrem
4

Hrærið rjómaost og flórsykur vel saman. Blandið þeytta rjómanum varlega saman við og berið fram með perulengjunni.

DeilaTístaVista

Hráefni

 Fyrir 83 perur
 2 msk. smjör
 3 lítil Daim-súkkulaðistykki
 125 g Toblerone-súkkulaði
 1 dl púðursykur
 50 g möndlur, saxaðar
 1 pakki blaðdeig (fillo)
 2 msk. smjör, brætt
 1 msk. hrásykur (má sleppa)
Rjómaostskrem
 300 g Philadelphia-rjómaostur, hreinn
 1 dl flórsykur
 2 dl rjómi, þeyttur

Leiðbeiningar

1

Einfalt og gómsætt. Þessi frábæri eftirréttur er stútfullur af perum og súkkulaði! Í raun má setja nánast hvaða fyllingu sem er í deigið, t.d. epli, kirsuber, ferskjur, jarðarber eða hindber.

2

Skrælið perurnar, kjarnhreinsið þær og skerið í litla bita. Bræðið smjörið á pönnu við vægan hita og léttsteikið perurnar í því í 2-3 mínútur. Saxið Daim-súkkulaðið og Toblerone-súkkulaðið og setjið í skál ásamt púðursykri og möndlum. Bætið perunum út í og blandið öllu vel saman. Takið eina deigþynnu og leggið hana á hreinan flöt.

3

Penslið deigið með bræddu smjöri og leggið aðra deigþynnu ofan á. Penslið hana líka með smjöri og þannig koll af kolli þar til deigið er uppurið. Setjið fyllinguna í miðjuna á deigfletinum og rúllið deiginu upp í eina stóra lengju. Snúið samskeytunum niður og brettið endana undir lengjuna. Smyrjið aflangt álform vel og setjið það síðan ofan í annað álform (þetta kemur í veg fyrir að lengjan brenni). Leggið lengjuna í formið, penslið hana með bræddu smjöri og stráið 1 matskeið af hrásykri yfir. Bakið við 180°C í 30 mínútur eða grillið við meðalhita í 25-30 mínútur.

Rjómaostskrem
4

Hrærið rjómaost og flórsykur vel saman. Blandið þeytta rjómanum varlega saman við og berið fram með perulengjunni.

Sumarsprengja með rjómaostskremi

Aðrar spennandi uppskriftir