Grilluð tígrisrækjuspjót með mangósalsa á rjómaostabotni með Sriracha sósu
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Affrystið rækjurnar, skolið og þerrið.
Hrærið þeim saman við grillolíuna í skál, plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti 2 klukkustundir (yfir nótt líka í lagi).
Raðið rækjunum upp á grillspjót og grillið við háan hita í um 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær verða bleikar á litinn, þá eru þær tilbúnar. Gott er að spreyja grillið fyrst með PAM matarolíuspreyi til að rækjurnar festist síður við.
Takið rækjurnar af grillpinnanum, kreistið lime yfir og leyfið þeim að kólna, skerið síðan niður í minni bita.
Hrærið saman í hrærivél þar til ljósbleik og létt rjómaostablanda hefur myndast.
Setjið blönduna í botninn á eldföstu móti, grunnri skál eða öðru og geymið í kæli á meðan annað er undirbúið.
Saxið laukinn niður og skerið allt annað niður í litla bita.
Blandið varlega saman við með sleikju, saltið og piprið örlítið.
Dreifið yfir rjómaostablönduna og njótið með stökkum nachos flögum.
Hráefni
Leiðbeiningar
Affrystið rækjurnar, skolið og þerrið.
Hrærið þeim saman við grillolíuna í skál, plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti 2 klukkustundir (yfir nótt líka í lagi).
Raðið rækjunum upp á grillspjót og grillið við háan hita í um 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær verða bleikar á litinn, þá eru þær tilbúnar. Gott er að spreyja grillið fyrst með PAM matarolíuspreyi til að rækjurnar festist síður við.
Takið rækjurnar af grillpinnanum, kreistið lime yfir og leyfið þeim að kólna, skerið síðan niður í minni bita.
Hrærið saman í hrærivél þar til ljósbleik og létt rjómaostablanda hefur myndast.
Setjið blönduna í botninn á eldföstu móti, grunnri skál eða öðru og geymið í kæli á meðan annað er undirbúið.
Saxið laukinn niður og skerið allt annað niður í litla bita.
Blandið varlega saman við með sleikju, saltið og piprið örlítið.
Dreifið yfir rjómaostablönduna og njótið með stökkum nachos flögum.