Print Options:








Súkkulaðiterta með mokkakremi

Magn1 skammtur

Jóla súkkulaðikaka með kaffikremi.

Kökubotnar
 225 g hveiti
 330 g sykur
 80 g Cadbury bökunarkakó
 2 tsk. matarsódi
 1 tsk. lyftiduft
 1 tsk. salt
 2 egg
 2 tsk. vanilludropar
 80 ml matarolía
 220 ml súrmjólk
 200 ml sterkt, heitt, uppáhellt Java Mokka kaffi frá Te&kaffi
Mokkakrem
 190 g smjör við stofuhita
 500 g flórsykur
 2 tsk. vanilludropar
 5 msk. sterkt uppáhelt Java Mokka kaffi frá Te&kaffi (kælt)
Jólatré
 2-3 pokar af rósmaríngreinum
 120 ml vatn
 100 g sykur (+ um 200 til að velta upp úr)
Kökubotnar
1

Hitið ofninn í 170°C.

2

Smyrjið 3 x 15 kökuform vel með smjöri og sigtið bökunarkakó yfir, klippið einnig bökunarpappír í botninn.

3

Setjið öll þurrefnin í hrærivélarskálina (sigtið bökunarkakóið saman við).

4

Setjið næst egg, vanilludropa, matarolíu og súrmjólk saman í skál og pískið saman.

5

Hellið heitu kaffinu saman við eggjablönduna í mjórri bunu og hrærið vel í á meðan.

6

Hellið að lokum allri eggjablöndunni í hrærivélarskálina, blandið saman við þurrefnin og skafið niður þar til þunnt og slétt deig hefur myndast.

7

Skiptið jafnt á milli formanna og bakið í 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum en ekki blautu deigi.

Mokkakrem
8

Hrærið öllu saman við meðalháan hraða í nokkrar mínútur þar til létt, ljósbrúnt krem hefur myndast, skafið niður á milli.

Jólatré
9

Sjóðið saman sykur og vatn við meðalháan hita þar til sykurinn er uppleystur.

10

Veltið rósmaríngreinum upp úr sykurleginum, hristið eins mikið af vökvanum af og þið getið og leggið á bökunarpappír í um klukkustund.

11

Hellið þá um 200 g af sykri í skál og veltið sykurlegnum greinunum upp úr sykrinum og hristið af eins og þið getið, leggið á nýjan bökunarpappír og leyfið að þorna í að minnsta kosti klukkustund áður en þið skreytið kökuna með þeim.

Samsetning
12

Setjið kökubotn á disk og smyrjið um 1 cm þykku lagi af kremi ofan á hann.

13

Leggið næsta botn ofan á og endurtakið leikinn.

14

Að lokum fer þriðji botninn ofan á og kakan er hjúpuð þunnt á hliðunum og með um 1 cm þykku lagi á toppnum.

15

Sléttið næst toppinn og skafið síðan vel af hliðunum með rökum spaða til að fá „naked cake“ útlit á kökuna. Það fer smá krem aftur upp fyrir kantinn en það gefur kökunni smá „rustic“ útlit svo endilega leyfið því bara að vera þannig í stað þess að slétta alveg.

16

Kælið kökuna svo kremið stífni vel og skreytið síðan með rósmarín jólatrjám og bindið brúnan bandspotta um kökuna miðja.