fbpx

Súkkulaðisæla

Hér er á ferðinni súkkulaðisæla sem er í líkingu við hjónabandssælu en í staðinn fyrir sultuna er notuð dásamleg súkkulaðismyrja

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 145 g bráðið smjör
 150 g púðursykur
 2 tsk vanilludropar
 140 g hveiti
 100 g haframjöl (ekki tröllahafra)
 ½ tsk fínt borðsalt
 1 stk So vegan So Fine súkkulaðismyrja með heslihnetum (ein krukka)
 gróft salt til að dreifa yfir

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að hita ofninn á 175 °C blástur

2

Takið svo fram 20 x 20 cm ferkantað eldfast mót og setjið álpappír inn í það svo hliðarnar standi upp úr á sitthvorn endanum

3

Takið svo eina stóra skál og aðra minni og setjið bráðið smjör, púðursykur og vanilludropa í stóru skálina og hrærið vel saman með skeið

4

Setjið svo í minni skálina hveitið, haframjölið, matarsódann og saltið og hrærið saman með skeið

5

Hellið nú þurrefnunum yfir í stærri skálina og hrærið vel saman

6

Takið helminginn af deiginu og þjappið vel ofan í mótið með fingrunum og bakið í ofninum í 10 mínútur

7

Takið svo út og setjið súkkulaðismyrjuna strax á botninn, passið að gera það þannig að þið dreifið stórum slettum jafnt yfir allt og leyfið því að standa í smá stund svo það bráðni þá er auðvelt að smyrja því yfir allt án þess að botninn fari í klessu en hann er mjög mjúkur meðan hann er svona heitur

8

Dreifið svo súkkulaðidropum jafnt yfir smyrjuna og stráið örlitlu grófu salti yfir (bara pínuponsu)

9

Myljið næst restina af haframylsnunni jafnt yfir allt saman og þjappið örlétt ofan á með skeið, ör ör létt svo það fari ekki allt í klessu

10

Bakið svo aftur í akkúrat 15 mínútur og takið svo út og látið kólna í eins og 30 mínútur í forminu

11

Þá er hægt að taka kökuna upp úr með álpappanum og skera hana en mér finnst hún best þegar hún hefur alveg kólnað og súkkulaðið storknað á milli

12

Ef þið ætlið að nota stærra form en 20 x 20 cm þurfið þið að tvöfalda uppskriftina en hún passar akkurat í þá stærð af móti. Ef þið notið stærra form er hætta á að kakan verði allt of þunn.


DeilaTístaVista

Hráefni

 145 g bráðið smjör
 150 g púðursykur
 2 tsk vanilludropar
 140 g hveiti
 100 g haframjöl (ekki tröllahafra)
 ½ tsk fínt borðsalt
 1 stk So vegan So Fine súkkulaðismyrja með heslihnetum (ein krukka)
 gróft salt til að dreifa yfir

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að hita ofninn á 175 °C blástur

2

Takið svo fram 20 x 20 cm ferkantað eldfast mót og setjið álpappír inn í það svo hliðarnar standi upp úr á sitthvorn endanum

3

Takið svo eina stóra skál og aðra minni og setjið bráðið smjör, púðursykur og vanilludropa í stóru skálina og hrærið vel saman með skeið

4

Setjið svo í minni skálina hveitið, haframjölið, matarsódann og saltið og hrærið saman með skeið

5

Hellið nú þurrefnunum yfir í stærri skálina og hrærið vel saman

6

Takið helminginn af deiginu og þjappið vel ofan í mótið með fingrunum og bakið í ofninum í 10 mínútur

7

Takið svo út og setjið súkkulaðismyrjuna strax á botninn, passið að gera það þannig að þið dreifið stórum slettum jafnt yfir allt og leyfið því að standa í smá stund svo það bráðni þá er auðvelt að smyrja því yfir allt án þess að botninn fari í klessu en hann er mjög mjúkur meðan hann er svona heitur

8

Dreifið svo súkkulaðidropum jafnt yfir smyrjuna og stráið örlitlu grófu salti yfir (bara pínuponsu)

9

Myljið næst restina af haframylsnunni jafnt yfir allt saman og þjappið örlétt ofan á með skeið, ör ör létt svo það fari ekki allt í klessu

10

Bakið svo aftur í akkúrat 15 mínútur og takið svo út og látið kólna í eins og 30 mínútur í forminu

11

Þá er hægt að taka kökuna upp úr með álpappanum og skera hana en mér finnst hún best þegar hún hefur alveg kólnað og súkkulaðið storknað á milli

12

Ef þið ætlið að nota stærra form en 20 x 20 cm þurfið þið að tvöfalda uppskriftina en hún passar akkurat í þá stærð af móti. Ef þið notið stærra form er hætta á að kakan verði allt of þunn.

Súkkulaðisæla

Aðrar spennandi uppskriftir