Súkkulaðimús með Milka OREO Sandwich

    

nóvember 27, 2019

Hátíðleg súkkulaðimús með Milka og OREO.

  • Fyrir: 6-8

Hráefni

350 g suðusúkkulaði (gróft saxað)

70 g smjör

3 eggjarauður

1 msk. sykur

3 msk. vatn

1 l rjómi (500 ml í mús og 500 fyrir rjómalag)

200 g Milka OREO Sandwich súkkulaði fínt saxað

Leiðbeiningar

1Bræðið suðusúkkulaði og smjör í vatnsbaði, leggið til hliðar og leyfið hitanum að rjúka úr á meðan þið undirbúið annað.

2Þeytið rjómann og leggið til hliðar.

3Setjið eggjarauður, sykur og vatn í lítinn pott, hitið á meðallágum hita og pískið stanslaust í allan tímann (um 4 mínútur) þar til blandan verður aðeins froðukennd og þykknar.

4Blandið eggjablöndunni út í súkkulaðið þar til vel samlagað og súkkulaðið þykknar aðeins.

5Vefjið þá um 1/3 af þeytta rjómanum saman við og síðan restinni.

6Raðið í glös: Milka Oreo saxað (góð matskeið), súkkulaðimús, þeyttur rjómi og aftur Milka-Oreo saxað.

7Kælið í að minnsta kosti klukkustund áður en borið er fram (má líka kæla yfir nótt).

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Vegan súkkulaðivöfflur með þeyttu vanillukremi

Belgískar vöfflur eru eitt það besta sem ég fæ. Þessi útgáfa er hinsvegar vegan og hentar því öllum, eða svo gott sem allavega.

OREO Crumbs rjómaís með hvítu Toblerone

Oreo rjómaís fullur af stökku Oreo Crumbs og hvítu Toblerone. Þennan ís átt þú eftir að elska!

Pavlovur með Tyrkisk Peber kremi og hindberja toppi

Hér eru á ferð litlar pavlovur með Tyrkisk Peber og Toblerone kremi toppað með hindberjasósu.