Print Options:








Súkkulaðikaka í bolla

Magn1 skammtur

Ef súkkulaðikaka gæti verið tilbúin á örfáum mínútum, þá væri lífið sko auðveldara! Hvað þá ef það er hægt að gera bara lítinn skammt fyrir einn eða tvo, eða bara marga sem hver og einn fengi sinn bolla! Þessi kaka uppfyllir þessa drauma og gott betur en það, það tekur örfáar mínútur að hræra í hana og baka og þið eruð komin með ylvolga súkkulaðiköku sem toppa má með ís og súkkulaðisósu til að gera gott enn betra, BOOM!

 30 g Swiss Miss Milk Chocolate kakóduft
 40 g hveiti
 1 msk púðursykur
 0,50 tsk matarsódi
 50 ml nýmjólk
 50 ml matarolía
 1 tsk vanilludropar
 PAM matarolíusprey
 Ís og súkkulaðisósa
1

Hrærið þurrefnin saman í skál.

2

Hellið nýmjólk, matarolíu og vanilludropum saman við og pískið saman þar til kekkjalaust.

3

Spreyið stóran bolla (eða tvo minni) að innan með PAM matarolíuspreyi og hellið deiginu þar í.

4

Bakið stóran bolla í örbylgjuofni á hæstu stillingu í 1 ½ mínútu, minni bolla í 1 mínútu. Athugið að örbylgjuofnar eru mismunandi og þið gætuð þurft að aðlaga tímann aðeins. Þið viljið að kakan sé aðeins blaut í miðjunni en bökuð í köntunum.

5

Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr og toppið með ís og súkkulaðisósu.

Nutrition Facts

Fyrir hvað marga, hvað mörg stykki 1