fbpx

Súkkulaðiíspinnar

Ég eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og svo skemmir ekki fyrir ef ég fæ að bíta mig í gegnum stökkt lag af súkkulaði…. svo vil ég hafa hann úr hráefnum sem gera mér gott. Hér deili ég með ykkur uppskrift af súkkulaðiís sem tikkar í öll box. Hann er laus við sykur og aukaefni og inniheldur aðeins 5 hráefni (6 ef við teljum salt með), hann er lífrænn í þokkabót.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1,50 dl kasjúhnetur frá Rapunzel (mælt eftir að þær hafa legið í bleyti, ca 1 1/4 dl þurrar)
 6 stk stórar ferskar medjoul döðlur (ca 1 dl)
 2 dl kókosmjólk t.d. frá Rapunzel
 3 msk lífrænt kakóduft frá Rapunzel
 dökkt lífrænt súkkulaði, 85% t.d. frá Rapunzel
 saltkorn

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að láta kasjúhneturnar liggja í bleyti í nokkra tíma (viðmið 6 klst). Hægt er að flýta ferlinu með að leggja þær í bleyti í heitt vatn og þá ættiru að komast upp með að stytta tímann niður í 10 mínútur.

2

Hellið vatninu af hnetunum og setjið hneturnar, döðlurnar (ath þarf að steinhreinsa), kakó og kókosmjólk og nokkur saltkorn í blender og blandið þar til áferðin er orðin slétt.

3

Hellið blöndunni í pinnaform og komið fyrir inní frysti þar til orðnir stinnir.

4

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hjúpið ísana með súkkulaði, hægt að nota glas fyrir súkkulaðið og dífa þeim oní. Toppið svo ísana með nokkrum saltkornum ef þið fílið það. Súkkulaðið storknar um leið og þá er bara hægt að njóta! Þetta síðasta skref getur verið skemmtilegt fyrir krakkana að taka þátt í.

5

Ef þið klárið þá ekki strax þá geymast þeir að sjálfsögðu inní frysti í dágóðan tíma. Best er að láta þá þiðna í nokkrar mínútur eftir að þeir koma úr frystinum til að finna fyrir mjúkri áferð.

Verði ykkur að góðu.


Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 1,50 dl kasjúhnetur frá Rapunzel (mælt eftir að þær hafa legið í bleyti, ca 1 1/4 dl þurrar)
 6 stk stórar ferskar medjoul döðlur (ca 1 dl)
 2 dl kókosmjólk t.d. frá Rapunzel
 3 msk lífrænt kakóduft frá Rapunzel
 dökkt lífrænt súkkulaði, 85% t.d. frá Rapunzel
 saltkorn

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að láta kasjúhneturnar liggja í bleyti í nokkra tíma (viðmið 6 klst). Hægt er að flýta ferlinu með að leggja þær í bleyti í heitt vatn og þá ættiru að komast upp með að stytta tímann niður í 10 mínútur.

2

Hellið vatninu af hnetunum og setjið hneturnar, döðlurnar (ath þarf að steinhreinsa), kakó og kókosmjólk og nokkur saltkorn í blender og blandið þar til áferðin er orðin slétt.

3

Hellið blöndunni í pinnaform og komið fyrir inní frysti þar til orðnir stinnir.

4

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hjúpið ísana með súkkulaði, hægt að nota glas fyrir súkkulaðið og dífa þeim oní. Toppið svo ísana með nokkrum saltkornum ef þið fílið það. Súkkulaðið storknar um leið og þá er bara hægt að njóta! Þetta síðasta skref getur verið skemmtilegt fyrir krakkana að taka þátt í.

5

Ef þið klárið þá ekki strax þá geymast þeir að sjálfsögðu inní frysti í dágóðan tíma. Best er að láta þá þiðna í nokkrar mínútur eftir að þeir koma úr frystinum til að finna fyrir mjúkri áferð.

Verði ykkur að góðu.

Súkkulaðiíspinnar

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Súkkulaðigott með karamelluHér höfum við ofureinfalt súkkulaðigott þar sem ég er búin að brjóta karamellubrjóstsykur, saltkringlur og pistasíukjarna yfir brætt dökkt súkkulaði.…
MYNDBAND
Oreo bragðarefurHér erum við með einfaldan en rosalega góðan heimagerðan Oreo bragðaref sem auðvelt er að græja heima.