Print Options:








Súkkulaðifylltar donuts bollur fyrir krakkana

Magn1 skammtur

Hér gefur að líta á dásamlegar súkkulaðifylltar donuts bollur sem henta vel fyrir þau eru ekki mikið fyrir sultu né rjóma.

Bollur
 520 g hveiti
 140 ml volg mjólk
 90 ml volgt vatn
 50 g sykur
 1 tsk borðsalt
 25 g pressuger (ath alltaf geymt í kæli í verslunum) eða hægt að nota 12g þurrger
 1 stk egg
 2 tsk vanilluextract (má líka nota vanilludropa)
 50 g mjúkt smjör
 1 l bragðlaus steikingarolía (best er Canola olía ef þið finnið hana eða sólblómaolía, eða t.d steikingarfeiti (palmin) eins og notað er í kleinur).
Fylling
 1 stk Nusica súkkulaðismjör
 1 dl Rjómi
 Flórsykur til að sáldra yfir bollurnar
Bollur
1

Byrjið á að setja hveiti og salt í skál

2

Búið svo til holu í miðjunni á hveitinu

3

Setjið í holuna, mjólkina, vatnið, sykurinn og gerið

4

Hrærið því svo vel saman í holunni, en ekki láta hveitið blandast við vökvann

5

Bætið næst vanillunni og egginu út í vökvann í holunni. Best er að vera búin að hræra eggið upp fyrst.Hrærið aftur vel saman vökvanum án þess að blandist við hveitið

6

Þegar allur vökvinn er vel hrærður saman má hræra öllu saman við hveitið með sleif þar til þið getið ekki hrært lengur

7

Takið þá mjúkt smjörið og bætið við deigið og byrjið að hnoða annað hvort í höndunum eða í hrærivél með króknu. Ef deigið er klístrað setjið þá oggu pínupons hveiti...bara pínu pons og hnoðið áfram

8

Mótið fallega glansandi kúlu úr deiginu og látið í skál með stykki yfir. Mér finnst best að setja degið til hefingar á hlýjan stað, eins og í gluggakistu með miðstöðvarofn undir, eða á gólfið ef þið eruð með gólfhita.

9

Látið hefast í 1 klst (mega líka vera 2 klst ef þið viljið skreppa út á meðan eða lengur)

10

Setjið ögn af hveiti á bretti eða borð og leggið fallegu deigkúluna varlega ofan á og fletjið deigið varlega út með kökukefli, þar til það er orðið að 1-2 cm þykkum ferning

11

Þá má byrja að skera út hringi með litlum hringskera eða glasi. Leggið stykki yfir hringina og leyfið þeim að hefast í 20 mínútur

12

Hitið 1 líter af olíu á djúpri pönnu eða potti og steikið svo 6-7 hringi í einu þar til verða gyllinbrúnir og snúið svo við og steikið á hinni hliðinni

13

Leggið þá svo á eldhúspappír þegar þeir koma úr olíunni til að aukaolían fari í pappann en ekki inn í Kleinuhringinn

Fylling
14

Tæmið Nusica krukkuna ofan í skál og hellið rjóma 1/2-1 dl út á og þeytið eða hrærið saman þar til það er orðið nógu mjúkt til að sprauta úr spautupoka

15

Stingið næst röri í endann gegnum miðja bolluna og setjið Nusica smjörið í sprautupoka og sprautið inn í gatið á bollunni sitthvorumegin

16

Sáldrið að lokum flórsykri yfir bollurnar og berið fram