Þessar kúlur eru algjörlega ómótstæðilegar og hugsanlega gætu þær ekki verið einfaldari! Aðeins 4 innihaldsefni og það tekur enga stund að græja þær. Það mætti segja að þær séu mitt á milli þess að vera sælgæti og bakkelsi. Stökkt kexið passar ótrúlega vel með hnetusmjörinu og súkkulaðismyrjunni og mjólkursúkkulaðið fullkomnar svo bomburnar.
Þessar verðið þið að prófa!
Setjið kexið í matvinnsluvél og vinnið smátt. Bætið hnetusmjörinu og súkkulaðismjörinu út í matvinnsluvélina og vinnið þar til þétt deig myndast.
Mótið kúlur um það bil 2 cm í þvermál. Kælið.
Saxið mjólkursúkkulaðið og setjið í hitaþolna skál. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofninum. Gott er að hita það í 15 sekúndur í einu og hræra á milli. Þegar það er að mestu bráðið en nokkrir bitar eru enn í því er gott að taka það út og hræra í því. Hitastigið þarf að vera 40-45°C.
Hjúpið hverja kúlu með súkkulaðinu og leggið á bökunarpappír, skreytið með smávegis af muldu kexi. Setjið kúlurnar í kæli í smástund og njótið!
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki