fbpx

Súkkulaðibombur með hnetusmjöri og súkkulaðikexi

Þessar kúlur eru algjörlega ómótstæðilegar og hugsanlega gætu þær ekki verið einfaldari! Aðeins 4 innihaldsefni og það tekur enga stund að græja þær. Það mætti segja að þær séu mitt á milli þess að vera sælgæti og bakkelsi. Stökkt kexið passar ótrúlega vel með hnetusmjörinu og súkkulaðismyrjunni og mjólkursúkkulaðið fullkomnar svo bomburnar. Þessar verðið þið að prófa!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 150 g Nairn‘s hafrakex með súkkulaði
 70 g hnetusmjör, fínt frá Rapunzel
 40 g súkkulaðismyrja, frá Rapunzel
 100 g mjólkursúkkulaði, frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Setjið kexið í matvinnsluvél og vinnið smátt. Bætið hnetusmjörinu og súkkulaðismjörinu út í matvinnsluvélina og vinnið þar til þétt deig myndast.

2

Mótið kúlur um það bil 2 cm í þvermál. Kælið.

3

Saxið mjólkursúkkulaðið og setjið í hitaþolna skál. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofninum. Gott er að hita það í 15 sekúndur í einu og hræra á milli. Þegar það er að mestu bráðið en nokkrir bitar eru enn í því er gott að taka það út og hræra í því. Hitastigið þarf að vera 40-45°C.

4

Hjúpið hverja kúlu með súkkulaðinu og leggið á bökunarpappír, skreytið með smávegis af muldu kexi. Setjið kúlurnar í kæli í smástund og njótið!


Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 150 g Nairn‘s hafrakex með súkkulaði
 70 g hnetusmjör, fínt frá Rapunzel
 40 g súkkulaðismyrja, frá Rapunzel
 100 g mjólkursúkkulaði, frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Setjið kexið í matvinnsluvél og vinnið smátt. Bætið hnetusmjörinu og súkkulaðismjörinu út í matvinnsluvélina og vinnið þar til þétt deig myndast.

2

Mótið kúlur um það bil 2 cm í þvermál. Kælið.

3

Saxið mjólkursúkkulaðið og setjið í hitaþolna skál. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofninum. Gott er að hita það í 15 sekúndur í einu og hræra á milli. Þegar það er að mestu bráðið en nokkrir bitar eru enn í því er gott að taka það út og hræra í því. Hitastigið þarf að vera 40-45°C.

4

Hjúpið hverja kúlu með súkkulaðinu og leggið á bökunarpappír, skreytið með smávegis af muldu kexi. Setjið kúlurnar í kæli í smástund og njótið!

Súkkulaðibombur með hnetusmjöri og súkkulaðikexi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
KjúklingabaunasalatKjúklingabaunasalat hefur oft verið okkar “go to” inní nestissamlokuna. Það er bragðmikið, saðsamt og nokkuð næringarþétt sem hentar fyrir bæði…