Print Options:








Súkkulaðibitasmákökur með tahini

Magn1 skammtur

Þessar smákökur eru í hollari kantinum og koma svo sannarlega á óvart!

 250 g tahini frá Rapunzel
 200 g hrásykur frá Rapunzel
 60 ml hlynsíróp frá Rapunzel
 2 tsk vanilludropar
 1 egg
 ½ dl ólífuolía
 250 g fínmalað spelt
 ¼ tsk lyftiduft
 ¼ tsk matarsódi
 1 dl möndlumjólk eða mjólk
 160 g 70% súkkulaði frá Rapunzel
1

Byrjið á því að hræra saman tahini, sykri hlynsírópi, vanilludropum, eggi og ólífuolíu.

2

Sigtið hveiti, matarsóda og lyftidufti og hrærið saman við.

3

Hellið mjólkinni útí og hrærið öllu vel saman.

4

Skerið súkkulaðið í bita og blandið við deigið.

5

Útbúið kúlur úr deiginu með matskeið og dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír.

6

Bakið í ofni í 10-12 mínútur á 170°C á blæstri. Gott er að toppa með sjávarsalti.