Chewy súkkulaðibitakökur.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið sykurinn, púðursykur, smjör og sýrða rjómann saman í hitaþolna skál og bræðið saman í vatnsbaði.
Setjið blönduna í aðra skál og hrærið aðeins með písk til að kæla. Hrærið fyrst eitt egg saman við og síðan hinu. Blandið því næst ab mjólk og vanillu saman við. Pískið blönduna vel þannig að hún freyði aðeins.
Blandið þurrefnum saman í aðra skál og hrærið varlega saman við heitu blönduna. Hrærið sem minnst, það má alveg sjást þurrt hveiti í deiginu. Látið það kólna á meðan þið saxið súkkulaðið í bita. Blandið því út í deigið með sleikju en bara rétt svo að það blandist saman. Súkkulaðið mun bráðna aðeins inn í deigið en við viljum ekki að það bráðni mjög mikið.
Kælið deigið í ísskáp í 30-60 mín.
Hitið ofninn í 180°C.
Þegar deigið er orðið kalt, takið þá matskeið og skafið upp deig sem er um það bil ½ msk, mega vera stærri, fer bara eftir smekk.
Bakið í 11-13 mín.
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið sykurinn, púðursykur, smjör og sýrða rjómann saman í hitaþolna skál og bræðið saman í vatnsbaði.
Setjið blönduna í aðra skál og hrærið aðeins með písk til að kæla. Hrærið fyrst eitt egg saman við og síðan hinu. Blandið því næst ab mjólk og vanillu saman við. Pískið blönduna vel þannig að hún freyði aðeins.
Blandið þurrefnum saman í aðra skál og hrærið varlega saman við heitu blönduna. Hrærið sem minnst, það má alveg sjást þurrt hveiti í deiginu. Látið það kólna á meðan þið saxið súkkulaðið í bita. Blandið því út í deigið með sleikju en bara rétt svo að það blandist saman. Súkkulaðið mun bráðna aðeins inn í deigið en við viljum ekki að það bráðni mjög mikið.
Kælið deigið í ísskáp í 30-60 mín.
Hitið ofninn í 180°C.
Þegar deigið er orðið kalt, takið þá matskeið og skafið upp deig sem er um það bil ½ msk, mega vera stærri, fer bara eftir smekk.
Bakið í 11-13 mín.