Print Options:

Súkkulaði „Turtle“ kökur

Magn1 skammtur

Það má svo sannarlega bæði baka og borða yfir sig af smákökum í desember. „Turtle Cookies“ eru kökur sem innihalda karamellu og pekanhnetur, síðan eru útfærslurnar ýmiss konar!

 180 g hveiti
 30 g bökunarkakó
 ½ tsk salt
 120 g smjörvið stofuhita
 190 g sykur
 1 eggjarauða
 2 eggjahvítur
 2 msk nýmjólk
 1 tsk vanilludropar
 150 g saxaðar pekanhnetur
 150 g Werther’s Salted Caramel Cream karamellur
 3 msk rjómi
1

Blandið hveiti, bökunarkakó og salti saman í skál og leggið til hliðar.

2

Þeytið smjör og sykur þar til létt og ljóst.

3

Bætið þá eggjarauðunni saman við ásamt mjólk og vanilludropum.

4

Að lokum fer hveitiblandan saman við og deiginu næst þjappað í kúlu, plastað og kælt í að minnsta kosti klukkustund.

5

Hitið ofninn í 175°C og takið til tvær bökunarplötur með bökunarpappír.

6

Pískið eggjahvítur í eina skál og setjið smátt saxaðar pekanhnetur í aðra.

7

Vigtið um 30 g af deigi fyrir hverja kúlu, rúllið henni upp, setjið næst í eggjahvíturnar og rúllið síðan upp úr pekanhnetum.

8

Leggið á bökunarplötu og pressið ofan í miðja kúlu með mæliskeið til að gera smá holu fyrir karamelluna.

9

Bakið í um 20-25 mínútur eða þar til kökurnar fara aðeins að dökkna.

10

Útbúið karamelluna á meðan með því að bræða saman karamellur og rjóma.

11

Takið kökurnar út, pressið aftur laust með skeiðinni í holuna og hellið karamellunni þar ofan í.

12

Leyfið að kólna niður, karamellan helst þó alveg seig svo ekki stafla þessum kökum upp því þá gæti karamellan klístrast.

Nutrition Facts

0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki

Serving size