fbpx

Súkkulaði ostakaka með krönsi

Ríkt bragð af Toblerone súkkulaði með Oreo Crumbs í kökunni og Oreo kexi í botninum, toppað með rjóma! Held ég þurfi ekki að reyna að selja þetta neitt mikið frekar…..

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn
 1 pk Oreo kex (16 kökur)
 70 g brætt smjör
Ostakaka
 500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 160 g sykur
 2 msk. Cadbury bökunarkakó
 3 gelatínblöð (+ 60 ml vatn)
 230 g brætt Toblerone
 2 tsk. vanilludropar
 100 g Oreo Crumbs með kremi/saxað Oreo kex
 250 ml þeyttur rjómi
Skreyting
 350 ml þeyttur rjómi
 Cadbury bökunarkakó
 Falleg blóm, Toblerone, Oreo eða annað sem ykkur dettur í hug

Leiðbeiningar

Botn
1

Setjið kexið í matvinnsluvél/blandara og myljið vel niður.

2

Setjið bökunarpappír í botninn á um 20 cm smelluformi og spreyið það síðan að innan með PAM (matarolíuspreyi).

3

Hrærið smjörinu saman við og þjappið kexblöndunni í botninn á smelluforminu, kælið á meðan annað er útbúið.

Ostakaka
4

Leggið gelatínblöð í bleyti í köldu vatni í um 5 mínútur. Hitið þá 60 ml af vatni í potti og vindið þau út í, eitt í einu og hrærið vel á milli, hellið yfir í skál þegar blöðin eru uppleyst og leyfið að standa á meðan annað er útbúið.

5

Bræðið Toblerone og leggið til hliðar.

6

Þeytið saman sykur og rjómaost og bætið bökunarkakó saman við og blandið vel.

7

Því næst fer brætt Toblerone, gelatínblanda og vanilludropar saman við, blandið vel saman og skafið niður á milli.

8

Vefjið þeytta rjómanum varlega saman við og að lokum Oreo Crumbs, hellið yfir botninn og kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.

Skreyting
9

Setjið þeytta rjómann í sprautupoka með um 1 cm sverum hringlaga stút og sprautið bústnar „doppur“ yfir allan toppinn.

10

Sigtið bökunarkakó yfir allt saman og skreytið að vild.


Uppskrift frá Gotterí og Gersemar

DeilaTístaVista

Hráefni

Botn
 1 pk Oreo kex (16 kökur)
 70 g brætt smjör
Ostakaka
 500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 160 g sykur
 2 msk. Cadbury bökunarkakó
 3 gelatínblöð (+ 60 ml vatn)
 230 g brætt Toblerone
 2 tsk. vanilludropar
 100 g Oreo Crumbs með kremi/saxað Oreo kex
 250 ml þeyttur rjómi
Skreyting
 350 ml þeyttur rjómi
 Cadbury bökunarkakó
 Falleg blóm, Toblerone, Oreo eða annað sem ykkur dettur í hug

Leiðbeiningar

Botn
1

Setjið kexið í matvinnsluvél/blandara og myljið vel niður.

2

Setjið bökunarpappír í botninn á um 20 cm smelluformi og spreyið það síðan að innan með PAM (matarolíuspreyi).

3

Hrærið smjörinu saman við og þjappið kexblöndunni í botninn á smelluforminu, kælið á meðan annað er útbúið.

Ostakaka
4

Leggið gelatínblöð í bleyti í köldu vatni í um 5 mínútur. Hitið þá 60 ml af vatni í potti og vindið þau út í, eitt í einu og hrærið vel á milli, hellið yfir í skál þegar blöðin eru uppleyst og leyfið að standa á meðan annað er útbúið.

5

Bræðið Toblerone og leggið til hliðar.

6

Þeytið saman sykur og rjómaost og bætið bökunarkakó saman við og blandið vel.

7

Því næst fer brætt Toblerone, gelatínblanda og vanilludropar saman við, blandið vel saman og skafið niður á milli.

8

Vefjið þeytta rjómanum varlega saman við og að lokum Oreo Crumbs, hellið yfir botninn og kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.

Skreyting
9

Setjið þeytta rjómann í sprautupoka með um 1 cm sverum hringlaga stút og sprautið bústnar „doppur“ yfir allan toppinn.

10

Sigtið bökunarkakó yfir allt saman og skreytið að vild.

Súkkulaði ostakaka með krönsi

Aðrar spennandi uppskriftir