Súkkulaði- og kirsuberjasmoothie

Rating0.0

Páskarnir liðnir og allir í súkkulaðikóma… hér er ég með geggjaðan næringarríkan súkkulaðismoothie ef þú þarft smá afvötnun eftir súkkulaðiátið án þess að fara í sykurvímu og fá illt í magann. Kakóbragðið kemur sterkt í gegn á meðan kirsuberin gera hann ferskan sem gerir góðan grunn að smoothie sem hægt er að bústa upp ennþá meira með því að bæta í hann ofurfæðum sem þú vilt fá inní daginn. Chaga, moringa, engifer og hampfræ eru t.d. hráefni sem eiga það til að fljóta með í þessum grunni hjá mér.

SharePostSave
Magn1 skammtur
 2 stk banana
 220 g frosin kirsuber
 2 msk lífrænt kakó frá Rapunzel
 5 stk ferskar steinhreinsaðar döðlur
 2 dl ósykruð möndlumjólk, hér fyrir neðan er uppástunga af heimagerðrihttps://www.hilduromars.is/uppskriftir-blog/mondlumjolkmedkanilogvanillu
 1 msk möndlusmjör (valfrjálst)
1

Skellið öllu saman í blandara.

Fyrir þykkari smoothie er tilvalið að nota frosna banana í smoothie-inn. 

Verði ykkur að góðu.

MatreiðslaTegund

Hráefni

 2 stk banana
 220 g frosin kirsuber
 2 msk lífrænt kakó frá Rapunzel
 5 stk ferskar steinhreinsaðar döðlur
 2 dl ósykruð möndlumjólk, hér fyrir neðan er uppástunga af heimagerðrihttps://www.hilduromars.is/uppskriftir-blog/mondlumjolkmedkanilogvanillu
 1 msk möndlusmjör (valfrjálst)

Leiðbeiningar

1

Skellið öllu saman í blandara.

Fyrir þykkari smoothie er tilvalið að nota frosna banana í smoothie-inn. 

Verði ykkur að góðu.

Notes

Súkkulaði- og kirsuberjasmoothie

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Bleikur engifer chaga latteBleikur október stendur yfir en bleikur október er herferð þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini og margir verslunaraðilar leggja…