Print Options:








SÚKKULAÐI “BROWNIES” MEÐ VANILLUSMJÖRKREMI

Magn1 skammtur

Súkkulaðikaka með vanillukremi.

BROWNIE KÖKUR
 250 g hveiti
 65 g Cadbury kakó
 1 1⁄4 tsk matarsódi
 1⁄2 stk salt
 120 g smjör, mjúkt
 200 g púðursykur
 1 egg
 1 tsk vanilludropar
 240 ml súrmjólk, við stofuhita
VANILLUSMJÖRKREM
 225 g smjör, við stofuhita
 1/8 tsk salt
 480 g flórsykur, sigtaður
 3 msk rjómi
 2 tsk vanilludropar (eða 1 vanillustöng)
 1 tsk sítrónusafi
1

Sigtið hveiti, kakó, matarsóda og salt saman í skál og geymið.

2

Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós eða í 3-5 mínútur. Bætið eggjum og vanilludropum út í, þá súrmjólk og að lokum þurrefnum og hrærið þar til allt hefur blandast saman.

3

Setjið 1 1⁄2 msk fyrir hverja köku á bökunarplötu með smjörpappír. Hafið gott bil á milli þeirra. Ef ykkur finnst þægilegra má láta þær í muffinsform.

4

Bakið við 180°c heitum ofni í 10-12 mínútur.

Smjörkrem:
5

Hrærið smjör og salt þar til blandan er orðin létt og ljóst.

6

Bætið helmingnum af flórsykrinum saman við og hrærið vel.

7

Bætið hinum helmingnum saman við og hræðið áfram.

8

Setjið rjóma, vanilludropa og sítrónusafa saman við og hrærið í 2 mínútur.