Súkkulaði brownie með súkkulaðimús

  ,

október 16, 2020

Súkkulaði bomba með berjum og karamellum.

Hráefni

2 1/2 dl hveiti

1 1/2 dl sykur

1 dl Cadbury's kakó

1 tsk matarsódi

1/2 tsk lyftiduft

1 tsk vanilludropar

1/2 tsk salt

1 egg

1 1/4 dl kaffi

1 1/4 dl mjólk

1/2 dl olía

Súkkulaðikrem

250 ml rjómi

1/2 dl sykur

1/2 dl Cadbury's kakó

1/2 tsk vanilludropar

Skraut

1 poki Dumle karamellur

jarðaber

bláber

Leiðbeiningar

1Blandið öllum hráefnum fyrir kökuna saman i hrærivélaskál og hrærið þar til deigið er mjúkt og kekkjalaust.

2Setjið í smurt bökunarform og bakið í 175°c heitum ofni í 40 mínútur.

3Takið úr ofni og kælið.

4Þeytið rjómann og bætið hinum hráefnunum saman við og þeytið þar til kremið er orðið stíft. Setjið þá á kælda kökuna.

5Skreytið kökuna með berjum og Dumle karamellum.

6 Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.