Print Options:








Súkkulaði bollakökur

Magn1 skammtur

Sælkerabollakökur sem allir geta gert.

Bollakökur
 140 g hveiti
 70 g Cadbury bökunarkakó
 1 tsk. matarsódi
 1 tsk. lyftiduft
 ½ tsk. salt
 4 egg
 150 g sykur
 150 g púðursykur
 120 ml olía
 3 tsk. vanilludropar
 180 ml súrmjólk
Krem
 260 g smjör við stofuhita
 470 g flórsykur
 60 g Cadbury bökunarkakó
 50 ml rjómi
 ½ tsk. salt
 2 tsk. vanilludropar
Bollakökur
1

Hitið ofninn í 170°C og gerið bollakökuform tilbúin. Best finnst mér að setja pappaform ofan í álform til að lögunin haldi sér betur.

2

Setjið hveiti, kakó, matarsóda, lyftiduft og salt saman í skál, blandið saman og leggið til hliðar.

3

Hrærið öllum öðrum hráefnum saman í skál og blandið þurrefnunum saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli.

4

Skiptið deiginu á milli bollakökuformanna, fyllið þau rétt rúmlega til hálfs og bakið í um 18-20 mínútur.

Krem
5

Sigtið saman flórsykur og bökunarkakó og leggið til hliðar.

6

Þeytið smjörið þar til það er létt og ljóst og bætið öðrum hráefnum saman við í nokkrum skömmtum, þurrefni og rjóma á víxl.

7

Þegar silkimjúkt súkkulaðikrem hefur myndast má setja það í sprautupoka með stórum stjörnustút (til dæmis 1M frá Wilton) og sprauta vel af kremi á hverja köku.

8

Fallegt er síðan að skreyta með kökuskrauti, sælgæti og brúðarslöri.

Nutrition Facts

Serving Size 16-18 kökur