Súkkulaði bananakaka með karamellubráð

  ,

nóvember 11, 2015

Dásamleg og bragðmikil súkkulaði bananakaka með Dumle karamellum.

Hráefni

Kakan sjálf

3 vel þroskaðir bananar

120gr brætt smjör

150gr Dansukker púðursykur

1 egg

1 tsk vanilludropar

1 tsk matarsódi

½ tsk salt

120gr hveiti

80gr bökunarkakó

150gr súkkulaðidropar (gróft saxað suðusúkkulaði)

Karamellubráðin

20 stk dökkar Dumle karamellur (um 1,5 poki)

3 msk rjómi

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn 175 gráður.

2Spreyið matarolíuspreyti í formkökuform (brauðform) og leggið til hliðar.

3Stappið bananana og setjið í hrærivélarskálina.

4Bætið bræddu smjöri, eggi, púðursykri og vanilludropum saman við.

5Hrærið þurrefnin saman og blandið varlega saman við.

6Hellið að lokum súkkulaðidropunum í blönduna og blandið með sleif.

7Setjið í formið og bakið í um 40-50 mínútur (fer eftir breidd formsins, minna og breiðara = lengri tími, grennra og lengra = styttri tími)

8Útbúið karamellubráðina á meðan kakan kólnar.

9Bræðið karamellur og rjóma saman yfir meðalhita þar til karamellur eru uppleystar, takið af hellunni og leyfið að kólna um stund.

10Dreifið þykkri karamellubráðinni yfir kökuna og berið fram. Þessi kaka er guðdómleg þegar hún er enn volg með ískaldri mjólk

Uppskrift frá Berglindi á Gotterí og gersemar.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu er svo góð kaka, svolítið þétt og alls ekki of sæt.

Dumle karamellubitar

Mjúkir bakaðir karamellubitar.

Lífrænt fíkjunammi

Æðislega gott lífrænt fíkjunammi.