Súkkulaði bananabrauð

Gott með ískaldri mjólk og súpereinfalt að útbúa.

 150 gr sykur
 150 gr púðursykur
 4 egg
 260 gr brætt smjör
 4 þroskaðir bananar
 320 gr hveiti
 50 gr Cadbury bökunarkakó
 3 tsk lyftiduft
 1 tsk matarsódi
 1 tsk salt
 3 tsk vanilludropar

1

Hitið ofninn 175°.

2

Egg og báðar tegundir af sykri þeytt saman þar til létt og ljóst.

3

Bananarnir stappaðir vel og bætt út í ásamt bræddu smjörinu.

4

Því næst er öllum þurrefnum blandað saman og bætt saman við í nokkrum skömmtum.

5

Að lokum fara vanilludropar út í blönduna.

6

Smyrjið stórt hringlaga form m.gati í miðjunni (uppskriftin dugar annars í tvö minni brauðform) og hellið deiginu jafnt í formið.

7

Bakið þar til prjónn kemur hreinn út eða í kringum 35 mínútur.

8

Kælið örlítið og fallegt er að strá smá flórsykri yfir til skrauts.