fbpx

Stökkar parmesan kjúklingabollur með tómatpasta

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kjúklingabollurnar
 500 g úrbeinuð læri (ég á alltaf frosin frá Rose) eða 500 gr kjúklingahakk ef þið finnið
 ½ laukur
 ½ til 1 geiralaus hvítlaukur eða 2-4 hvítlauksrif
 1 egg
 2 brauðsneiðar
 2 msk kjúklingakraftur í duftformi (ég notaði frá Oscar)
 1 msk þurrkuð steinselja
 50 g parmesan ost
 ½ bolli panko rasp (alls ekki rugla saman við Paxo ekki það sama)
 ½ bolli rifinn parmesan ostur
 
  --Pastað
 300 g pastaslaufur eða annað pasta að eigin vali
 1 dós Hunts pastasósa með hvítlauk og osti (cheese and garlic)
 1 dós tómatpúrra frá Hunts
 1 msk agave eða púðursykur
 10 mozzarella kúlur (má sleppa)
 Fersk basilika

Leiðbeiningar

Kjúklingabollurnar
1

Setjið brauð, lauk, hvítlauk og 50 gr parmesan ost saman í matvinnsluvél og maukið alveg í duft

2

Takið úr matvinnsluvélinni og leggið til hliðar

3

Setjið nú lærinn í matvinnsluvélina og notið pulse takkann, maukið þar til það er orðið svona eins og hakk/mauk. Passið samt að mauka ekki of lengi né of mikið því þá verður kjötið seigt

4

Setjið þá kjúklinginn í skál og hellið parmesan brauðblöndunni út á. Setjið líka kjúklingakraftinn, steinseljuna og egg með og hnoðið létt.

5

Passið að hnoða ekki of mikið bara þannig að allt blandist saman annars verða bollurnar seigar. Hér er gott að eiga einnota hanska

6

Setjið pankorasp ásamt 1/2 bolla af rifnum parmesan saman á matardisk og hrærið vel saman

7

Byrjið nú að móta bollur á stærð við sænskar kjötbollur og veltið svo hverri bollu upp úr parmesanpanko blöndunni

8

Raðið á ofnplötu með smjörpappa og eldið við 220 C°blástur í 35 mínútur eða þar til þær verða fallega gylltar og stökkar

Pastað
9

Setjið vatn í pott og saltið mjög mikið, á að vera salt eins og sjór

10

Látið suðuna koma upp og setjið þá pastað út á og stillið klukku á 9 mínútur c.a

11

Á meðan er gott að láta pastasósuna í pott með tómatpúrruni og agave eða púðursykrinum og leyfa suðu að koma upp

12

Gott að leyfa sósunni að sjóða meðan pastað mallar

13

Hellið svo vatninu af pastanu og alls ekki skola það

14

Hellið því beint út á pottinn með sósunni og hrærið saman og slökkvið undir

15

Ef þið viljið hafa mozzarella ost í þá er gott að setja hann í þegar slökkt er undir

16
17

Best er að bera þetta fram með auka parmesan til að raspa yfir og ferskri basiliku til að sáldra yfir. Ferskt salat og hvítlauksbrauð klikkar ekki með líka


Uppskriftin kemur frá PAZ.IS

MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Kjúklingabollurnar
 500 g úrbeinuð læri (ég á alltaf frosin frá Rose) eða 500 gr kjúklingahakk ef þið finnið
 ½ laukur
 ½ til 1 geiralaus hvítlaukur eða 2-4 hvítlauksrif
 1 egg
 2 brauðsneiðar
 2 msk kjúklingakraftur í duftformi (ég notaði frá Oscar)
 1 msk þurrkuð steinselja
 50 g parmesan ost
 ½ bolli panko rasp (alls ekki rugla saman við Paxo ekki það sama)
 ½ bolli rifinn parmesan ostur
 
  --Pastað
 300 g pastaslaufur eða annað pasta að eigin vali
 1 dós Hunts pastasósa með hvítlauk og osti (cheese and garlic)
 1 dós tómatpúrra frá Hunts
 1 msk agave eða púðursykur
 10 mozzarella kúlur (má sleppa)
 Fersk basilika

Leiðbeiningar

Kjúklingabollurnar
1

Setjið brauð, lauk, hvítlauk og 50 gr parmesan ost saman í matvinnsluvél og maukið alveg í duft

2

Takið úr matvinnsluvélinni og leggið til hliðar

3

Setjið nú lærinn í matvinnsluvélina og notið pulse takkann, maukið þar til það er orðið svona eins og hakk/mauk. Passið samt að mauka ekki of lengi né of mikið því þá verður kjötið seigt

4

Setjið þá kjúklinginn í skál og hellið parmesan brauðblöndunni út á. Setjið líka kjúklingakraftinn, steinseljuna og egg með og hnoðið létt.

5

Passið að hnoða ekki of mikið bara þannig að allt blandist saman annars verða bollurnar seigar. Hér er gott að eiga einnota hanska

6

Setjið pankorasp ásamt 1/2 bolla af rifnum parmesan saman á matardisk og hrærið vel saman

7

Byrjið nú að móta bollur á stærð við sænskar kjötbollur og veltið svo hverri bollu upp úr parmesanpanko blöndunni

8

Raðið á ofnplötu með smjörpappa og eldið við 220 C°blástur í 35 mínútur eða þar til þær verða fallega gylltar og stökkar

Pastað
9

Setjið vatn í pott og saltið mjög mikið, á að vera salt eins og sjór

10

Látið suðuna koma upp og setjið þá pastað út á og stillið klukku á 9 mínútur c.a

11

Á meðan er gott að láta pastasósuna í pott með tómatpúrruni og agave eða púðursykrinum og leyfa suðu að koma upp

12

Gott að leyfa sósunni að sjóða meðan pastað mallar

13

Hellið svo vatninu af pastanu og alls ekki skola það

14

Hellið því beint út á pottinn með sósunni og hrærið saman og slökkvið undir

15

Ef þið viljið hafa mozzarella ost í þá er gott að setja hann í þegar slökkt er undir

16
17

Best er að bera þetta fram með auka parmesan til að raspa yfir og ferskri basiliku til að sáldra yfir. Ferskt salat og hvítlauksbrauð klikkar ekki með líka

Stökkar parmesan kjúklingabollur með tómatpasta

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…