Stökkar og “chewy” Dumle smákökur

    

nóvember 16, 2020

Þessar smákökur innihalda fá hráefni og eru einfaldar í gerð. Krakkar hafa gaman að því að gera þessar.

Hráefni

120 g mjúkt smjör

200 g hrásykur

1 egg

1 tsk vanillusykur

200 g hveiti

1/2 tsk lyftiduft

120 g Dumle karamellur

Leiðbeiningar

1Hrærið smjör saman þar til blandan er orðin létt og ljós.

2Bætið eggi, vanillusykri, hveiti og lyftidufti saman við og hrærið.

3Skerið Dumle karamellunar í 4 stykki og látið út í deigið. Hnoðið örstutt saman.

4Mótið kúlur með tsk og setjið á bökunarplötu með smjörpappír.

5Bakið í 180°c heitum ofni í 10-15 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar gylltar á lit.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.