fbpx

Stir fry nautakjöt í chilísósu

Æðislegur stir fry réttur með nautakjöti og chilisósu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 300-350 g nautakjöt, skorið í strimla
 chilíkrydd (t.d. chilí explosion)
 pipar
 1 eggjahvíta
 1 msk hveiti
 1 msk olía frá Filippo Berio
 1 rauð paprika, skorin í strimla
 4 vorlaukar, skornir langsum
 1 brokkólíhaus
 handfylli baunaspírur
 2 hvítlauksrif, söxuð
 2 tsk engifer, smátt saxað
Sósan
 3 msk appelsínusafi
 1 tsk hvínvínsedik, frá Blue Dragon
 2 tsk dökk soyasósa, dark soy sauce frá Blue Dragon
 1 tsk chilímauk, minched chili frá Blue Dragon

Leiðbeiningar

1

Gerið sósuna með því að blanda appelsínusafa, hvítvínsediki, soyasósu og chilímauki saman í skál.

2

Þeytið eggjahvítuna með gaffli þar til hún fer að freyða. Bætið þá kjötinu saman við ásamt chilíkryddi, ríflegu magni af pipar og hveiti og þekjið kjötið vel með þessari blöndu.

3

Setjið steikingarolíu á pönnu og hitið vel. Léttsteikið kjötið og bætið því næst grænmetinu saman við. Hellið sósunni saman við og leyfið að hitna. Ef þið viljið getið þið bætt við 3-4 msk af vatni til að þynna sósuna. Berið fram strax með hrísgrjónum.

DeilaTístaVista

Hráefni

 300-350 g nautakjöt, skorið í strimla
 chilíkrydd (t.d. chilí explosion)
 pipar
 1 eggjahvíta
 1 msk hveiti
 1 msk olía frá Filippo Berio
 1 rauð paprika, skorin í strimla
 4 vorlaukar, skornir langsum
 1 brokkólíhaus
 handfylli baunaspírur
 2 hvítlauksrif, söxuð
 2 tsk engifer, smátt saxað
Sósan
 3 msk appelsínusafi
 1 tsk hvínvínsedik, frá Blue Dragon
 2 tsk dökk soyasósa, dark soy sauce frá Blue Dragon
 1 tsk chilímauk, minched chili frá Blue Dragon

Leiðbeiningar

1

Gerið sósuna með því að blanda appelsínusafa, hvítvínsediki, soyasósu og chilímauki saman í skál.

2

Þeytið eggjahvítuna með gaffli þar til hún fer að freyða. Bætið þá kjötinu saman við ásamt chilíkryddi, ríflegu magni af pipar og hveiti og þekjið kjötið vel með þessari blöndu.

3

Setjið steikingarolíu á pönnu og hitið vel. Léttsteikið kjötið og bætið því næst grænmetinu saman við. Hellið sósunni saman við og leyfið að hitna. Ef þið viljið getið þið bætt við 3-4 msk af vatni til að þynna sósuna. Berið fram strax með hrísgrjónum.

Stir fry nautakjöt í chilísósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Crunch WrapHér er á ferðinni stökk en sama tíma mjúk vefja sem er tilvalin fyrir Taco þriðjudaga.