Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

  ,   

september 20, 2019

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

1 rauðlaukur, smátt skorinn

2-3 hvítlauksrif, smátt skorin

2-3 msk Filippo Berio ólífuolía

1/2 haus hvítkál, skorinn í strimla

5 dl soðin Tilda hrísgrjón

1 pakki tígrisrækjur frá Sælkerafiski

1 dl Hunts tómatpúrra

1-2 tsk chilímauk, chili paste frá Blue Dragon

2 egg

salt og pipar

Meðlæti

1-2 rauð chilí, skorin í þunnar sneiðar

ferskt kóríander, saxað

1-2 límónur skornar í báta

Leiðbeiningar

1Hitið olíu á wok pönnu og steikið lauk og hvítlauk í um 1 mínútu og hrærið stöðugt á meðan.

2Bætið hvítkáli saman við og steikið áfram.

3Setjið rækjur, tómatpúrru og chilímauk saman við og steikið. Smakkið og bætið við chilímauki ef þið viljið hafa þetta bragðmeira.

4Léttþeytið 2 egg og hellið út á pönnuna. Hrærið öllu saman þar til eggin eru næstum fullelduð.

5Bætið hrísgrjónum saman við og hitið. Saltið og piprið.

6Stráið kóríander og chilí yfir allt og berið fram með límónubátum.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Þessi humarsúpa er einstaklega bragðgóð, kraftmikil og silkimjúk.

Ljúffengar og fljótlegar fiskibollur

Sælkera fiskibollur með TUC kexi og mangósósu.