fbpx

Steikt hörpuskel með eplum og rúsínum í karrýsósu

Ljúffeng Hörpuskel með rúsínum og eplum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 stk stór hörpuskel
 1/4 rautt epli - skorið í grófa bita
 2 msk rúsínur
 1 pk gult karrýmauk (deSIAM yellow curry paste)
 1 dós kókosrjómi (deSIAM Coconut cream)
 1 límóna - safinn
 2 msk chiliolía
 Olía til steikingar
 5 stk graslaukur - gróft saxaður
 Salt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að hreinsa litla vöðvann frá hörpuskelinni. Gott er að þerra skelfiskinn áður en hann er settur á pönnuna til þess að fá fallega steikingu.

2

Steikið hörpuskelina á snarpheitri pönnu og kryddið með salti.

3

Brúnið karrýið létt í víðum potti ásamt eplunum og bætið kókosrjómanum út á. Hitið að suðu og kryddið til með límónusafa og salti.

4

Lækkið undir þegar suðan kemur upp, bætið rúsínum út í og látið malla í 10 mínútur.

5

Raðið upp á disk eða fat og skreytið með chiliolíunni og graslauknum.


Uppskrift frá Ólafi Ágústssyni úr Sælkerafiskur allt árið.

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 stk stór hörpuskel
 1/4 rautt epli - skorið í grófa bita
 2 msk rúsínur
 1 pk gult karrýmauk (deSIAM yellow curry paste)
 1 dós kókosrjómi (deSIAM Coconut cream)
 1 límóna - safinn
 2 msk chiliolía
 Olía til steikingar
 5 stk graslaukur - gróft saxaður
 Salt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að hreinsa litla vöðvann frá hörpuskelinni. Gott er að þerra skelfiskinn áður en hann er settur á pönnuna til þess að fá fallega steikingu.

2

Steikið hörpuskelina á snarpheitri pönnu og kryddið með salti.

3

Brúnið karrýið létt í víðum potti ásamt eplunum og bætið kókosrjómanum út á. Hitið að suðu og kryddið til með límónusafa og salti.

4

Lækkið undir þegar suðan kemur upp, bætið rúsínum út í og látið malla í 10 mínútur.

5

Raðið upp á disk eða fat og skreytið með chiliolíunni og graslauknum.

Steikt hörpuskel með eplum og rúsínum í karrýsósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Djúpsteikt blómkálÞað má sannarlega nota grillolíur fyrir annað en grillmat, en best er að borða blómkálsbitana um leið og þeir eru…