Grillað nautakjöt í tacos með havartí osti, lauk, salati, tómötum og léttri kóríander- og graslaukssósu er algjört nammi!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Blandið Caj P grillolíu, cayenne pipar, salti og pipar saman við mínútusteikina.
Grillið steikina á vel heitu grillinu í 1-2 mínútur hvora hlið. Passið að grilla ekki of lengi því þá verður kjötið ekki eins gott.
Blandið saman í sósuna. Mæli með að smakka hana til og bragðbæta eftir smekk.
Skerið lauk og rauðlauk í strimla. Steikið upp úr smjöri þar til laukurinn er mjúkur og vel steiktur.
Dreifið tortillunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og penslið ólífuolíu á þær. Því næst dreifið rifnum havarti osti yfir og bakið inní ofni við 180°C eða þar til osturinn er bráðnaður.
Skerið tómata smátt og salatið strimla.
Rífið havarti ostinn.
Dreifið, salatinu, sósunni, lauknum, tómötunum, kjötinu, tómötunum og smá ferskum kóríander á tortillurnar eftir smekk og njótið vel.
Uppskrift eftir Hildi Rut
Hráefni
Leiðbeiningar
Blandið Caj P grillolíu, cayenne pipar, salti og pipar saman við mínútusteikina.
Grillið steikina á vel heitu grillinu í 1-2 mínútur hvora hlið. Passið að grilla ekki of lengi því þá verður kjötið ekki eins gott.
Blandið saman í sósuna. Mæli með að smakka hana til og bragðbæta eftir smekk.
Skerið lauk og rauðlauk í strimla. Steikið upp úr smjöri þar til laukurinn er mjúkur og vel steiktur.
Dreifið tortillunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og penslið ólífuolíu á þær. Því næst dreifið rifnum havarti osti yfir og bakið inní ofni við 180°C eða þar til osturinn er bráðnaður.
Skerið tómata smátt og salatið strimla.
Rífið havarti ostinn.
Dreifið, salatinu, sósunni, lauknum, tómötunum, kjötinu, tómötunum og smá ferskum kóríander á tortillurnar eftir smekk og njótið vel.