Steikartaco

Grillað nautakjöt í tacos með havartí osti, lauk, salati, tómötum og léttri kóríander- og graslaukssósu er algjört nammi!

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 500 g nauta mínútusteik
 2 msk Caj P grillolía
 1 tsk Cayenne pipar
 Salt og pipar
 1 stk stór laukur
 1 stk rauðlaukur
 2 msk smjör
 Litlar tortillur
 Ólífuolía
 Rifinn havarti ostur
 salat
 Tómatar
 Kóríander
Sósa
 180 g sýrður rjómi
 ½ stk sjávarsalt
 ¼ tsk hvítlauksduft
 ½ tsk laukduft
 ¼ tsk pipar
 1 msk smátt skorinn graslaukur
 1 msk skorinn kóríander

Leiðbeiningar

1

Blandið Caj P grillolíu, cayenne pipar, salti og pipar saman við mínútusteikina.

2

Grillið steikina á vel heitu grillinu í 1-2 mínútur hvora hlið. Passið að grilla ekki of lengi því þá verður kjötið ekki eins gott.

3

Blandið saman í sósuna. Mæli með að smakka hana til og bragðbæta eftir smekk.

4

Skerið lauk og rauðlauk í strimla. Steikið upp úr smjöri þar til laukurinn er mjúkur og vel steiktur.

5

Dreifið tortillunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og penslið ólífuolíu á þær. Því næst dreifið rifnum havarti osti yfir og bakið inní ofni við 180°C eða þar til osturinn er bráðnaður.

6

Skerið tómata smátt og salatið strimla.

7

Rífið havarti ostinn.

8

Dreifið, salatinu, sósunni, lauknum, tómötunum, kjötinu, tómötunum og smá ferskum kóríander á tortillurnar eftir smekk og njótið vel.


Uppskrift eftir Hildi Rut

MatreiðslaTegundInniheldur
SharePostSave

Hráefni

 500 g nauta mínútusteik
 2 msk Caj P grillolía
 1 tsk Cayenne pipar
 Salt og pipar
 1 stk stór laukur
 1 stk rauðlaukur
 2 msk smjör
 Litlar tortillur
 Ólífuolía
 Rifinn havarti ostur
 salat
 Tómatar
 Kóríander
Sósa
 180 g sýrður rjómi
 ½ stk sjávarsalt
 ¼ tsk hvítlauksduft
 ½ tsk laukduft
 ¼ tsk pipar
 1 msk smátt skorinn graslaukur
 1 msk skorinn kóríander
Steikartaco

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…