Spicy Tófú spjót

  ,   

júlí 10, 2020

Hér kemur æðisleg grill uppskrift, Tófú spjót og sósa með.

Hráefni

2 tófú kubba

3 papríkur

2 rauðlaukar

Marinering

1/2 dl Pataks Madras Spice paste

2 dl oatly hrein yogurt

1 msk soja sósa

1 tsk laukduft

1/2 dl olia

Raita:

3 dl oatly hrein jógúrt

Safi úr hálfri sítrónu

1 1/2 hvítlauksrif

1 tsk cumin

1 msk söxuð fersk mynta

Hnífsoddur salt

Leiðbeiningar

1Takið tófúið úr bréfinu og hellið vökvanum af. Þerrið vel með viskustykki eða eldhúsbréfi, hér má pressa tófúið ef maður nennir.

2Skerið tófúið í kubba.

3Blandið saman hráefnum í marineringuna. Raðið tófúinu í fat og þekjið með ca 2/3 af marineringu og leyfið að liggja í marineringunni í ca 30 min (eða lengur, jafnvel daginn áður).

4Skerið papríkur og rauðlauk í bita og blandið saman við rest af marineringunni.

5Raðið tófúi og grænmeti á grillprjón (bleytið prjóninn áður ef þið notið tréprjóna)

6Grillið spjótin!

Raita

1Blanda!

Uppskrift eftir Hildi Ómars

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Svartbaunaborgari með fetaosti og sriracha jógúrtsósu

Sælkeraborgari fyrir grænkera.

Tófú heilhveitinúðlur með hoisin chili sósu

Einfaldur réttur en alveg sérlega bragðgóður. Þessi aðferð við að elda tófú er líklega ein af mínum uppáhalds en með þessu verður það stökkara og bragðbetra.

Vegan rjómalagað pasta

Vegan rjómalagað pasta með sveppum, sólþurrkuðum tómötum og stökkum smokey kókosflögum.