Spicy Tófú spjót

  ,   

júlí 10, 2020

Hér kemur æðisleg grill uppskrift, Tófú spjót og sósa með.

Hráefni

2 tófú kubba

3 papríkur

2 rauðlaukar

Marinering

1/2 dl Pataks Madras Spice paste

2 dl oatly hrein yogurt

1 msk soja sósa

1 tsk laukduft

1/2 dl olia

Raita:

3 dl oatly hrein jógúrt

Safi úr hálfri sítrónu

1 1/2 hvítlauksrif

1 tsk cumin

1 msk söxuð fersk mynta

Hnífsoddur salt

Leiðbeiningar

1Takið tófúið úr bréfinu og hellið vökvanum af. Þerrið vel með viskustykki eða eldhúsbréfi, hér má pressa tófúið ef maður nennir.

2Skerið tófúið í kubba.

3Blandið saman hráefnum í marineringuna. Raðið tófúinu í fat og þekjið með ca 2/3 af marineringu og leyfið að liggja í marineringunni í ca 30 min (eða lengur, jafnvel daginn áður).

4Skerið papríkur og rauðlauk í bita og blandið saman við rest af marineringunni.

5Raðið tófúi og grænmeti á grillprjón (bleytið prjóninn áður ef þið notið tréprjóna)

6Grillið spjótin!

Raita

1Blanda!

Uppskrift eftir Hildi Ómars

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bökunarkartöflur sweet chili með Ritzkexi

Sælkerakartöflur fylltar af osti og Ritz kexi.

Grillað jalapeño og habanero

Sterkt, sætt, salt og einstaklega mjúkt, geggjað á grillið!

Kjúklingabaunir í basil kókossósu

Fullkominn kvöldmatur í miðri viku en hentar einnig frábærlega sem afgangur með í vinnuna.