Spicy tagliatelline

Það er fátt betra en ljúffengur pastaréttur í þessum endalausu vetrarlægðum sem ganga yfir landið!

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 500 g De Cecco Tagliatelline
 330 g tígrisrækja (lítil)
 330 g skelflettur humar
 4 hvítlauksrif (söxuð smátt)
 3 msk. smjör
 3 msk. Hunt‘s tómat paste
 1 msk. Blue Dragon Minced hot chilli
 600 ml rjómi
 150 ml vatn
 2 msk. humarkraftur frá Oscar
 Parmesan ostur
 70 g Philadelphia rjómaostur
 1 msk. ferskt saxað timian
 1 msk. fersk söxuð steinselja
 1 tsk. þurrkað oregano
 Filippo Berio ólífuolía til steikingar
 Salt og pipar
Hvítlauksbrauð
 1 x snittubrauð
 Filippo Berio ólífuolía
 Hvítlauksrif
 Rifinn ostur
 Salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Skolið og þerrið bæði rækjur og humar, leggið til hliðar.

2

Hitið um 2 msk. af smjöri á pönnu og setjið helming hvítlauksins út í og steikið í um eina mínútu.

3

Bætið þá rækjunum saman við og því næst humrinum, veltið í örfáar mínútur eða þar til rækjurnar verða bleikar. Takið þá af pönnunni og geymið þar til síðar.

4

Bætið nú um 1 msk. af smjöri á pönnuna ásamt smá ólífuolíu og steikið restina af hvítlauknum þar til hann fer aðeins að brúnast.

5

Bætið þá tómat paste, maukuðu chilli, rjóma, vatni, humarkrafti, rjómaosti og um 3 msk. rifnum parmesan osti á pönnuna.

6

Hrærið öllu saman þar til ljósbleik og kekkjalaus sósa hefur myndast. Bætið kryddunum þá út í og smakkið til með salti og pipar.

7

Sjóðið tagliatelline í 5 mínútur, sigtið vatnið frá og hellið að lokum á pönnuna og hrærið öllu saman.

8

Á meðan tagliatelline sýður má bæta humri&rækjum aftur á pönnuna (í sósuna) og setja hvítlauksbrauðið í ofninn (sjá uppskrift hér að neðan).

Hvítlauksbrauð
9

Skerið snittubrauð á ská í sneiðar (10-12 stk), penslið með ólífuolíu, nuddið með hvítlauksrifi, rífið ost yfir og saltið og piprið örlítið.

10

Bakið við 200°C í nokkrar mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.

11

Hægt er að bera sneiðarnar fram heilar eða skera þær í tvennt.


Uppskrift frá Gotterí.

SharePostSave

Hráefni

 500 g De Cecco Tagliatelline
 330 g tígrisrækja (lítil)
 330 g skelflettur humar
 4 hvítlauksrif (söxuð smátt)
 3 msk. smjör
 3 msk. Hunt‘s tómat paste
 1 msk. Blue Dragon Minced hot chilli
 600 ml rjómi
 150 ml vatn
 2 msk. humarkraftur frá Oscar
 Parmesan ostur
 70 g Philadelphia rjómaostur
 1 msk. ferskt saxað timian
 1 msk. fersk söxuð steinselja
 1 tsk. þurrkað oregano
 Filippo Berio ólífuolía til steikingar
 Salt og pipar
Hvítlauksbrauð
 1 x snittubrauð
 Filippo Berio ólífuolía
 Hvítlauksrif
 Rifinn ostur
 Salt og pipar
Spicy tagliatelline

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Pestó spaghettiÞetta þarf ekki að vera flókið, hér erum við með dýrindis pestó spaghettí rétt sem er einfaldur og bragðgóður.