Það er fátt betra en ljúffengur pastaréttur í þessum endalausu vetrarlægðum sem ganga yfir landið!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Skolið og þerrið bæði rækjur og humar, leggið til hliðar.
Hitið um 2 msk. af smjöri á pönnu og setjið helming hvítlauksins út í og steikið í um eina mínútu.
Bætið þá rækjunum saman við og því næst humrinum, veltið í örfáar mínútur eða þar til rækjurnar verða bleikar. Takið þá af pönnunni og geymið þar til síðar.
Bætið nú um 1 msk. af smjöri á pönnuna ásamt smá ólífuolíu og steikið restina af hvítlauknum þar til hann fer aðeins að brúnast.
Bætið þá tómat paste, maukuðu chilli, rjóma, vatni, humarkrafti, rjómaosti og um 3 msk. rifnum parmesan osti á pönnuna.
Hrærið öllu saman þar til ljósbleik og kekkjalaus sósa hefur myndast. Bætið kryddunum þá út í og smakkið til með salti og pipar.
Sjóðið tagliatelline í 5 mínútur, sigtið vatnið frá og hellið að lokum á pönnuna og hrærið öllu saman.
Á meðan tagliatelline sýður má bæta humri&rækjum aftur á pönnuna (í sósuna) og setja hvítlauksbrauðið í ofninn (sjá uppskrift hér að neðan).
Skerið snittubrauð á ská í sneiðar (10-12 stk), penslið með ólífuolíu, nuddið með hvítlauksrifi, rífið ost yfir og saltið og piprið örlítið.
Bakið við 200°C í nokkrar mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.
Hægt er að bera sneiðarnar fram heilar eða skera þær í tvennt.
Uppskrift frá Gotterí.
Hráefni
Leiðbeiningar
Skolið og þerrið bæði rækjur og humar, leggið til hliðar.
Hitið um 2 msk. af smjöri á pönnu og setjið helming hvítlauksins út í og steikið í um eina mínútu.
Bætið þá rækjunum saman við og því næst humrinum, veltið í örfáar mínútur eða þar til rækjurnar verða bleikar. Takið þá af pönnunni og geymið þar til síðar.
Bætið nú um 1 msk. af smjöri á pönnuna ásamt smá ólífuolíu og steikið restina af hvítlauknum þar til hann fer aðeins að brúnast.
Bætið þá tómat paste, maukuðu chilli, rjóma, vatni, humarkrafti, rjómaosti og um 3 msk. rifnum parmesan osti á pönnuna.
Hrærið öllu saman þar til ljósbleik og kekkjalaus sósa hefur myndast. Bætið kryddunum þá út í og smakkið til með salti og pipar.
Sjóðið tagliatelline í 5 mínútur, sigtið vatnið frá og hellið að lokum á pönnuna og hrærið öllu saman.
Á meðan tagliatelline sýður má bæta humri&rækjum aftur á pönnuna (í sósuna) og setja hvítlauksbrauðið í ofninn (sjá uppskrift hér að neðan).
Skerið snittubrauð á ská í sneiðar (10-12 stk), penslið með ólífuolíu, nuddið með hvítlauksrifi, rífið ost yfir og saltið og piprið örlítið.
Bakið við 200°C í nokkrar mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.
Hægt er að bera sneiðarnar fram heilar eða skera þær í tvennt.