Bragðgóður og ofurfljótlegur núðluréttur.
Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum.
Blandið púðursykri, soyasósu, chilimauki og engifer saman í skál. Blandið vel saman og setjið til hliðar.
Setjið 1 msk af olíu á pönnu og hitið. Bætið eggjum og rauðum piparflögum á pönnuna og steikið. Takið síðan af pönnunni og geymið.
Setjið aftur 1 msk af olíu á pönnuna og látið kúrbít, sveppi og hvítlauk á pönnuna og steikið við meðalhita í 5-6 mínútur.
Lækkið hitann og bætið pasta og eggjum út á pönnuna með grænmetinu.
Hellið sósunni saman við og blandið öllu vel saman.
Takið af hitanum og stráið kóríander, salthnetum og vorlauk út á.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki