Print Options:
Spicy núðlur

Magn1 skammtur

Bragðgóður og ofurfljótlegur núðluréttur.

 400 g spaghetti (má líka nota tagliatelle eða núðlur að eigin vali)
 2 msk ólífuolía
 2 egg, lítillega þeytt
 ½ tsk rauðar piparflögur (red pepper flakes)
 1 kúrbítur, skorinn til helminga og síðan sneiðar
 8-10 sveppir, skornir í sneiðar
 3 hvítlauksrif, pressuð
 2 msk púðursykur
 75 ml Soy sauce frá Blue Dragon
 1-1 ½ msk Minced hot chilí frá Blue Dragon
 4-5 cm biti engifer, rifið niður
 1 búnt kóríander, saxað (má sleppa)
 4 vorlaukar, saxaðir
 1 dl salthnetur, saxaðar
1

Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum.

2

Blandið púðursykri, soyasósu, chilimauki og engifer saman í skál. Blandið vel saman og setjið til hliðar.

3

Setjið 1 msk af olíu á pönnu og hitið. Bætið eggjum og rauðum piparflögum á pönnuna og steikið. Takið síðan af pönnunni og geymið.

4

Setjið aftur 1 msk af olíu á pönnuna og látið kúrbít, sveppi og hvítlauk á pönnuna og steikið við meðalhita í 5-6 mínútur.

5

Lækkið hitann og bætið pasta og eggjum út á pönnuna með grænmetinu.

6

Hellið sósunni saman við og blandið öllu vel saman.

7

Takið af hitanum og stráið kóríander, salthnetum og vorlauk út á.