Print Options:








Spicy kjúklingasúpa með cheddar osti og límónu

Magn4 skammtar

Hversu huggulegt er að gæða sér á bragðmikilli súpu yfir vetrartímanum. Þessi súpa er ofureinföld í gerð og vekur mikla lukku viðstaddra.

 500 g kjúklingalæri frá Rose Poultry
 1 laukur, smátt saxaður
 3 hvítlauksrif, smátt söxuð
 3 msk taco krydd
 1 msk cumin
 1 msk oregano
 1 tsk cayenne pipar eða 2 tsk chipotle
 1 dós saxaðir tómatar
 1 l heitt vatn
 2 msk fljótandi kjúklingasoð frá Oscarsett út í heitt vatn
 1 dl rjómi
 200 g Philadelphia rjómaostur
 50 g rifinn cheddar ostur
 1 box kirsuberjatómatar
 1 rauð paprika
 1 límóna, safinn
1

Skerið kjúkling í bita og steikið á pönnu þar til fulleldaður. Takið af pönnunni/potti og geymið.

2

Steikið lauk og papriku í 1 mínútu í potti og bætið hvítlauk saman við og steikið í um 30 sek ásamt kryddum.

3

Látið heitt vatn og kjúklingasoð saman við og hitið að suðu.

4

Lækkið hitann og bætið rjóma og rjómaosti saman og látið malla í smá stund.

5

Bætið tómötum og kjúklingi saman við og látið malla áfram í 15 mínútur.

6

Setjið 1-2 dl af cheddar osti út í og smakkið ti. með salti og pipar og límónusafan.

7

Berið fram með t.d. nachos, sýrðum rjóma,rifnum osti, kóríander og chilí.

Nutrition Facts

Fyrir hvað marga, hvað mörg stykki 4