fbpx

Spicy eggjasalat með vorlauk og grillaðri papriku

Ómótstæðilega öðruvísi eggjasalat.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 egg, soðin og skorin niður í litla bita eða söxuð
 1 rauð paprika, grilluð (hægt að kaupa í krukku), söxuð
 2 vorlaukar, saxaðir (bæði græni og hvíti hlutinn)
 3 msk sýrður rjómi (eða majónes)
 1 hvítlauksrif pressað (eða ½ tsk hvítlauksduft)
 ½ – 1 tsk Minced hot chili frá Blue Dragon (meira eftir smekk hvers og eins)
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Blandið eggjum, grillaðri papriku og söxuðum vorlauk saman í skál.

2

Gerið sósuna með því að setja sýrðan rjóma, hvítlauk og chilí maukið saman í skál og blanda vel.

3

Bætið síðan eggjum, papriku og söxuðum vorlauk saman við sósuna.

4

Saltið og piprið að eigin smekk og bætið við chilimauki ef þið viljið fá meira chilibragð.


Uppskrift frá Berglindi á Gulur, rauður, grænn og salt.

Matreiðsla, Merking, ,

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 egg, soðin og skorin niður í litla bita eða söxuð
 1 rauð paprika, grilluð (hægt að kaupa í krukku), söxuð
 2 vorlaukar, saxaðir (bæði græni og hvíti hlutinn)
 3 msk sýrður rjómi (eða majónes)
 1 hvítlauksrif pressað (eða ½ tsk hvítlauksduft)
 ½ – 1 tsk Minced hot chili frá Blue Dragon (meira eftir smekk hvers og eins)
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Blandið eggjum, grillaðri papriku og söxuðum vorlauk saman í skál.

2

Gerið sósuna með því að setja sýrðan rjóma, hvítlauk og chilí maukið saman í skál og blanda vel.

3

Bætið síðan eggjum, papriku og söxuðum vorlauk saman við sósuna.

4

Saltið og piprið að eigin smekk og bætið við chilimauki ef þið viljið fá meira chilibragð.

Spicy eggjasalat með vorlauk og grillaðri papriku

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Sesar salat vefjurÞað er ekki að ástæðulausu að Sesar salat sé vinsælt – stökkt beikon, safaríkur kjúklingur, parmesan og djúsí dressing er…