Ómótstæðilega öðruvísi eggjasalat.
Uppskrift
Hráefni
4 egg, soðin og skorin niður í litla bita eða söxuð
1 rauð paprika, grilluð (hægt að kaupa í krukku), söxuð
2 vorlaukar, saxaðir (bæði græni og hvíti hlutinn)
3 msk sýrður rjómi (eða majónes)
1 hvítlauksrif pressað (eða ½ tsk hvítlauksduft)
½ – 1 tsk Minced hot chili frá Blue Dragon (meira eftir smekk hvers og eins)
salt og pipar
Leiðbeiningar
1
Blandið eggjum, grillaðri papriku og söxuðum vorlauk saman í skál.
2
Gerið sósuna með því að setja sýrðan rjóma, hvítlauk og chilí maukið saman í skál og blanda vel.
3
Bætið síðan eggjum, papriku og söxuðum vorlauk saman við sósuna.
4
Saltið og piprið að eigin smekk og bætið við chilimauki ef þið viljið fá meira chilibragð.
Uppskrift frá Berglindi á Gulur, rauður, grænn og salt.
Hráefni
4 egg, soðin og skorin niður í litla bita eða söxuð
1 rauð paprika, grilluð (hægt að kaupa í krukku), söxuð
2 vorlaukar, saxaðir (bæði græni og hvíti hlutinn)
3 msk sýrður rjómi (eða majónes)
1 hvítlauksrif pressað (eða ½ tsk hvítlauksduft)
½ – 1 tsk Minced hot chili frá Blue Dragon (meira eftir smekk hvers og eins)
salt og pipar
Leiðbeiningar
1
Blandið eggjum, grillaðri papriku og söxuðum vorlauk saman í skál.
2
Gerið sósuna með því að setja sýrðan rjóma, hvítlauk og chilí maukið saman í skál og blanda vel.
3
Bætið síðan eggjum, papriku og söxuðum vorlauk saman við sósuna.
4
Saltið og piprið að eigin smekk og bætið við chilimauki ef þið viljið fá meira chilibragð.