Spaghetti með ricotta og spínati

Ferskur og sumarlegur pastaréttur! Sítróna og ricotta ostur er blanda sem getur ekki klikkað. 

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 400 g De Cecco spaghetti
 250 g ricotta ostur
 1 tsk sítróna (safi og börkur)
 100 g spínat
 3 stk hvítlauksgeirar
 Filippo berio virgin ólífuolía
 Salt og pipar
 um 100ml pastavatn
 Parmesan ostur

Leiðbeiningar

1

Sjóðið spaghetti í söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum. 

2

Hrærið á meðan ricotta osti, sítrónusafa + berki saman í skál, kryddið eftir smekk.

3

Rífið næst hvítlauksgeirana og steikið upp úr olíu, bætið þá spínatinu saman við og steikið þar til það mýkist, kryddið eftir smekk.

4

Bætið ricottablöndunni á pönnuna ásamt spaghetti og blandið öllu saman ásamt pastavatni (magn eftir smekk).

5

Rífið vel af parmesanosti yfir og njótið með Muga hvítvíni.

SharePostSave

Hráefni

 400 g De Cecco spaghetti
 250 g ricotta ostur
 1 tsk sítróna (safi og börkur)
 100 g spínat
 3 stk hvítlauksgeirar
 Filippo berio virgin ólífuolía
 Salt og pipar
 um 100ml pastavatn
 Parmesan ostur
Spaghetti með ricotta og spínati

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Pestó spaghettiÞetta þarf ekki að vera flókið, hér erum við með dýrindis pestó spaghettí rétt sem er einfaldur og bragðgóður.