fbpx

Spaghetti með kjúkling & aspas

Dýrindis spaghetti réttur með kjúkling og aspas.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 500 g De Cecco spaghetti
 700 g úrbeinuð kjúklingalæri - Rose Poultry
 150 g sveppir
 ½ stk búnt af ferskum aspas
 2 stk hvítlauksrif
 ½ stk blaðlaukur
 2 msk smjör
 1 tsk kjúklingakraftur
 300 ml rjómi
 100 ml vatn
 salt og pipar eftir smekk
 handfylli af fersku timian (2tsk þurrt)
 2 tsk ítölsk pastakryddblanda

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að sjóða vatn fyrir spaghetti og elda samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

2

Skerið kjúklinginn niður í litla bita og byrjið að steikja á pönnu.

3

Skerið niður sveppi, aspas, blaðlauk og hvítlauk.

4

Þegar kjúklingurinn er orðinn létteldaður bætið grænmetinu saman við á pönnuna ásamt smjöri.

5

Steikið við miðlungshita í 3-5 mín.

6

Bætið þá kjúklingakraft saman við ásamt rjóma og vatni og leyfið að malla í dágóða stund.

7

Kryddið svo með salt og pipar, fersku timjani og ítalskri pastablöndu.

Auka
8

Gott er að bera timjanið fram með spaghettinu fyrir þá sem vilja meira ásamt parmesan osti, brauði eða því sem ykkur finnst passa vel með.


DeilaTístaVista

Hráefni

 500 g De Cecco spaghetti
 700 g úrbeinuð kjúklingalæri - Rose Poultry
 150 g sveppir
 ½ stk búnt af ferskum aspas
 2 stk hvítlauksrif
 ½ stk blaðlaukur
 2 msk smjör
 1 tsk kjúklingakraftur
 300 ml rjómi
 100 ml vatn
 salt og pipar eftir smekk
 handfylli af fersku timian (2tsk þurrt)
 2 tsk ítölsk pastakryddblanda

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að sjóða vatn fyrir spaghetti og elda samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

2

Skerið kjúklinginn niður í litla bita og byrjið að steikja á pönnu.

3

Skerið niður sveppi, aspas, blaðlauk og hvítlauk.

4

Þegar kjúklingurinn er orðinn létteldaður bætið grænmetinu saman við á pönnuna ásamt smjöri.

5

Steikið við miðlungshita í 3-5 mín.

6

Bætið þá kjúklingakraft saman við ásamt rjóma og vatni og leyfið að malla í dágóða stund.

7

Kryddið svo með salt og pipar, fersku timjani og ítalskri pastablöndu.

Auka
8

Gott er að bera timjanið fram með spaghettinu fyrir þá sem vilja meira ásamt parmesan osti, brauði eða því sem ykkur finnst passa vel með.

Spaghetti með kjúkling & aspas

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…