Sous vide ungnauta framfille með koníaks – grænpipar sósu

Rating0.0

Sous vide ungnauta framfille með koníaks- grænpiparsósu, sannkölluð veisla á diskinn þinn.

SharePostSave
Magn1 skammtur
 500 g Ungnauta framfille ( 2 x 250 g)
 1 Rósmarín grein
 3 stk Hvítlauksrif
 500 g Kartöflur
 30 g Borðsalt
 30 g Smjör
 1 stk Skalottlaukur
 250 ml Rjómi
 1,50 tsk NautakrafturT.d. Oscar
 2 msk Græn piparkorn í kryddlegi
 25 ml Koníak
 30 g Salatblanda
 60 g Smátómatar
 25 g Fetaostur
1

Stillið sous vide tækið á 53 °C fyrir medium rare eldun. Saltið og piprið kjötið rausnarlega og kremjið hvítlauksrifin lauslega. Setjið kjötið, hvítlaukinn og rósmaríngreinina í poka sem hægt er að loka og lofttæma. Lofttæmið pokann vel og setjið í vatnsbað í 1 klst eða upp að 2 klst.

2

1.     Skerið kartöflur í munnbitastærðir. Setjið 1 líter af vatni ásamt 30 g af borðsalti í pott og náið upp suðu. Bætið kartöflum út í pottinn og sjóðið í 8 mín. Sigtið vatnið frá kartöflunum og dreifið þeim yfir hreint eldhússtykki þar sem þær hvíla í 2-3 mín.

3

1.     Bræðið smjörið í sama potti og kartöflurnar voru soðnar og veltið kartöflunum svo varlega upp úr smjörinu þar til hver biti er vel hulinn smjöri. Dreifið kartöflunum yfir bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í miðjum ofni í 30-40 mín eða þar til þær eru orðnar gylltar og stökkar að utan en mjúkar að innan. Hrærið í þegar tíminn er hálfnaður.

4

1.     Saxið skalottlauk mjög smátt. Hitið um 1 tsk af olíu í litlum potti við vægan hita og steikið skalottlaukinn þar til hann er glær og mjúkur. Bætið Rjóma, grænum piparkornum (án vökvans) og nautakrafti út í pottinn og látið malla rólega í um 20 mín eða þar til rjóminn er búinn að þykkjast svolítið.

5

1.     Fjarlægið kjötið úr pokanum og þerrið það vel á öllum hliðum. Hellið vökvanum sem hefur myndast í pokanum út í sósuna ásamt koníakinu. Hækkið hitann á sósunni og látið krauma þar til hún hefur þykkst passlega. Hrærið nokkrum dropum af sósulit saman við ef vill og smakkið til með salti ef þarf.

6

1.     Hitið pönnu við háan hita og kveikið á viftunni við eldavélina. Þegar pannan er orðin sjóðheit, bætið þá 1 msk olíu og smjörklípu út á pönnuna. Setjið kjötið á pönnuna og brúnið í um 30 sek á hvorri hlið.

7

1.     Sneiðið tómata og rífið salat eftir smekk. Setjið í skál með fetaosti og blandið vel saman.

8

Njótið með góðu rauðvíni.

Hráefni

 500 g Ungnauta framfille ( 2 x 250 g)
 1 Rósmarín grein
 3 stk Hvítlauksrif
 500 g Kartöflur
 30 g Borðsalt
 30 g Smjör
 1 stk Skalottlaukur
 250 ml Rjómi
 1,50 tsk NautakrafturT.d. Oscar
 2 msk Græn piparkorn í kryddlegi
 25 ml Koníak
 30 g Salatblanda
 60 g Smátómatar
 25 g Fetaostur

Leiðbeiningar

1

Stillið sous vide tækið á 53 °C fyrir medium rare eldun. Saltið og piprið kjötið rausnarlega og kremjið hvítlauksrifin lauslega. Setjið kjötið, hvítlaukinn og rósmaríngreinina í poka sem hægt er að loka og lofttæma. Lofttæmið pokann vel og setjið í vatnsbað í 1 klst eða upp að 2 klst.

2

1.     Skerið kartöflur í munnbitastærðir. Setjið 1 líter af vatni ásamt 30 g af borðsalti í pott og náið upp suðu. Bætið kartöflum út í pottinn og sjóðið í 8 mín. Sigtið vatnið frá kartöflunum og dreifið þeim yfir hreint eldhússtykki þar sem þær hvíla í 2-3 mín.

3

1.     Bræðið smjörið í sama potti og kartöflurnar voru soðnar og veltið kartöflunum svo varlega upp úr smjörinu þar til hver biti er vel hulinn smjöri. Dreifið kartöflunum yfir bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í miðjum ofni í 30-40 mín eða þar til þær eru orðnar gylltar og stökkar að utan en mjúkar að innan. Hrærið í þegar tíminn er hálfnaður.

4

1.     Saxið skalottlauk mjög smátt. Hitið um 1 tsk af olíu í litlum potti við vægan hita og steikið skalottlaukinn þar til hann er glær og mjúkur. Bætið Rjóma, grænum piparkornum (án vökvans) og nautakrafti út í pottinn og látið malla rólega í um 20 mín eða þar til rjóminn er búinn að þykkjast svolítið.

5

1.     Fjarlægið kjötið úr pokanum og þerrið það vel á öllum hliðum. Hellið vökvanum sem hefur myndast í pokanum út í sósuna ásamt koníakinu. Hækkið hitann á sósunni og látið krauma þar til hún hefur þykkst passlega. Hrærið nokkrum dropum af sósulit saman við ef vill og smakkið til með salti ef þarf.

6

1.     Hitið pönnu við háan hita og kveikið á viftunni við eldavélina. Þegar pannan er orðin sjóðheit, bætið þá 1 msk olíu og smjörklípu út á pönnuna. Setjið kjötið á pönnuna og brúnið í um 30 sek á hvorri hlið.

7

1.     Sneiðið tómata og rífið salat eftir smekk. Setjið í skál með fetaosti og blandið vel saman.

8

Njótið með góðu rauðvíni.

Notes

Sous vide ungnauta framfille með koníaks – grænpipar sósu

Aðrar spennandi uppskriftir