Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu uppskrift • Gerum daginn girnilegan

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

  ,   

febrúar 25, 2021

Mjúkir kanilsnúðar með Dumle karamellusósu.

Hráefni

50 g smjör

250 ml mjólk

1 poki þurrger

1 egg

1 msk sykur

klípa salt

5 dl hveiti

2 dl heilhveiti eða fínmalað spelt

Fylling

3-4 msk hnetusmjör

3-4 msk Dumle karamellusósa

Glassúr: Flórsykur, Cadbury kakó, kaffi og vanilludropar

Dumle karamellusósa

1 poki Dumle karamellur

2 msk rjómi

Leiðbeiningar

1Setjið smjör og mjólk í pott og bræðið saman við lágan hita.

2Takið af hitanum og geymið þar til blandan er orðin fingurvolg.

3Bætið þurrgeri og sykri saman við og geymið í 5 mínútur.

4Bætið hinum hráefnunum saman við. Hnoðið í nokkrar mínútur. Setjið rakan klút yfir skálina og látið hefast í 60 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð.

5Setjið deig á hveitistráð borð og hnoðið lítillega.

6Fletjið út og látið hnetusmjör yfir botninn og hellið síðan karamellusósunni yfir allt.

7Rúllið upp og skerið niður. Látið í form og bakið í 175°c heitum ofni í 15 mínútur.

8Leyfið að kólna lítillega og látið þá glassúr og karamellusósu ef það var afgangur af henni yfir snúðana.

Fylling

1 Öllu blandað saman.

Dumle karamellusósa

1Setjið karamellur og rjóma saman í pott og hitið við vægan hita.

2Þegar karamellurnar hafa blandast saman við rjómanum takið af hitanum og leyfið að kólna lítillega.

Uppskrift frá GRGS.

00:00