Fyrir þá sem elska snigla.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
opnið ætiþyrstlana og skolið, skerið í matarlega bita og setjið til hliðar í sér ílát ásamt ólífum og rauðum paprikum skornum í huggulega bita, saxið skarlottulauk eftir bestu getu í litla hugglega bita og geymið klárt við hliðina á eldunarstöðinni í sér íláti.
auk þess skal helst taka sér japanskt mandólín (annars vinna vejulegir hnífar sama verk) í hönd og skera stöngulselju og fingurkál í örfínar sneiðar ofan í klakavatn (ath, stöngulgrænmetið er skorið í klakavatn til að gera það stökkt en ekki til að kenna því að synda, vegna þess skal eigi geyma það í klakavatninu lengur en í 2 mínútur) að skurði loknum er það þerrað í pappír og sett í skál og kælt.
síðan skal hafa grænmetissoðið volgt á eldunarstöðinni og ef unnt er að búa til eigið soð er það klárlega ávísun á enn betri niðurstöðu. skarlottulaukur er svitaður í potti við miðlungs háan hita ásamt arborio risotto grjónum (fást í flestum betri matvörubúðum) og hugið vel að því að halda grjónunum á hreyfingu svo að þau brenni ekki, síðan er hitinn lækkaður í pottinum með því að skella hvítvíninu út í pottinn, síðan skal grænmetissoði ausið einni ausu í senn yfir grjónin og soðið niður. þannig eru grjónin elduð af mikilli alúð uns þau hafa náð réttu eldunarstigi og soðið er nánast uppurið.
takið sniglana og veltið þeim upp úr smá hveiti og steikið úr íslensku smjöri þangað til gullinbrúnir
að því loknu er papriku, ólífum og ætiþyrstlum bætt út í risottoið, bragðað til með mascarpone, parmesan, sítrónusafa og salti
stöngulkálið er kryddað með fínt sökuðu fersku basil, salt, sítrónu og basil olíu
til að bera þetta fram er risottoið sett í djúpan disk, sniglunum raðað óreglulega ofan á risottoið og og ferska stöngulkálssalatið sett ofan á risottoið mitt, stráð með basil olíu og tekið hraustlega til matar síns.
Hráefni
Leiðbeiningar
opnið ætiþyrstlana og skolið, skerið í matarlega bita og setjið til hliðar í sér ílát ásamt ólífum og rauðum paprikum skornum í huggulega bita, saxið skarlottulauk eftir bestu getu í litla hugglega bita og geymið klárt við hliðina á eldunarstöðinni í sér íláti.
auk þess skal helst taka sér japanskt mandólín (annars vinna vejulegir hnífar sama verk) í hönd og skera stöngulselju og fingurkál í örfínar sneiðar ofan í klakavatn (ath, stöngulgrænmetið er skorið í klakavatn til að gera það stökkt en ekki til að kenna því að synda, vegna þess skal eigi geyma það í klakavatninu lengur en í 2 mínútur) að skurði loknum er það þerrað í pappír og sett í skál og kælt.
síðan skal hafa grænmetissoðið volgt á eldunarstöðinni og ef unnt er að búa til eigið soð er það klárlega ávísun á enn betri niðurstöðu. skarlottulaukur er svitaður í potti við miðlungs háan hita ásamt arborio risotto grjónum (fást í flestum betri matvörubúðum) og hugið vel að því að halda grjónunum á hreyfingu svo að þau brenni ekki, síðan er hitinn lækkaður í pottinum með því að skella hvítvíninu út í pottinn, síðan skal grænmetissoði ausið einni ausu í senn yfir grjónin og soðið niður. þannig eru grjónin elduð af mikilli alúð uns þau hafa náð réttu eldunarstigi og soðið er nánast uppurið.
takið sniglana og veltið þeim upp úr smá hveiti og steikið úr íslensku smjöri þangað til gullinbrúnir
að því loknu er papriku, ólífum og ætiþyrstlum bætt út í risottoið, bragðað til með mascarpone, parmesan, sítrónusafa og salti
stöngulkálið er kryddað með fínt sökuðu fersku basil, salt, sítrónu og basil olíu
til að bera þetta fram er risottoið sett í djúpan disk, sniglunum raðað óreglulega ofan á risottoið og og ferska stöngulkálssalatið sett ofan á risottoið mitt, stráð með basil olíu og tekið hraustlega til matar síns.