„S‘mores brownies“

    

júní 3, 2021

Um er að ræða útfærslu af S’mores brúnku sem ég bætti nýja uppáhalds namminu mínu við og útkoman varð algjör sprengja!

Hráefni

280 g smjör

350 g púðursykur

4 egg

1 tsk. vanilludropar

150 g hveiti

150 g Cadbury bökunarkakó

1 tsk. salt

100 g mini sykurpúðar

150 g súkkulaðidropar

320 g Dumle Snacks „choco chewies“

Leiðbeiningar

1Klæðið ferkantað kökumót að innan með smjörpappír (um 25×25 cm), spreyið síðan vel með PAM matarolíuspreyi.

2Hitið ofninn í 170°C.

3Bræðið smjörið og hrærið því saman við púðursykurinn í hrærivélinni.

4Setjið næst eggin saman við, eitt í einu og skafið niður á milli og þá mega vanilludroparnir fara saman við.

5Blandið saman hveiti, kakó og salti í skál og setjið saman við í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli.

6Hellið deiginu í formið, sléttið úr og bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum.

7Setjið þá sykurpúða, súkkulaðidropa og Dumle Snacks ofan á, setjið grillið á ofninn við 200° C og setjið kökuna aftur í ofninn.

8Bakið í um 5 mínútur til viðbótar eða þar til sykurpúðarnir fara að dökkna aðeins, fylgist þó vel með því þeir geta brunnið snögglega!

9Kælið kökuna, takið upp úr forminu og skerið í bita.

Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dumle Karamellubitar

Karamellukökubitar sem eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði, tilvalið í veislurnar.

Súkkulaði- og kókoskaka án hveitis

Æðisleg kaka með kókos og súkkulaði.

Útileguskúffa

Það jafnast ekkert á við nýbakaða skúffuköku og ískalda mjólk! Nú eru útilegur og ferðalög að fara í gang að nýju og það er sannarlega hægt að slá í gegn með því að taka eina skúffuköku með í ferðalagið.