Print Options:
Smoothie með mangó og kókosmjólk

Magn1 skammtur

Dásamlega svalandi og ferskur drykkur.

 2 fersk mangó, afhýdd og skorin í teninga
 250 g grísk jógúrt
 100 ml Rapunzel kókosmjólk
 200 ml mjólk að eigin vali
 5 lauf fersk mynta (má sleppa)
 klaki
1

Látið öll hráefnin í blandara og blandið vel saman.

2

Bætið við meiri mjólk ef drykkurinn er of þykkur.