Ómótstæðilegir pulled pork borgarar með smokey chipotle Bulls-Eye BBQ sósu, heimalöguðu hrásalati, frönskum og spicy majó.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Forhitið ofn í 150°C á blæstri
Hrærið saman öllu kryddinu, salti og sykur fyrir pulled pork rub.
Setjið grísahnakkann í steypujárnspott með loki og nuddið vel með kryddblöndunni á öllum hliðum. Hellið bjórnum meðfram grísahnakkanum og bætið kjúklingakrafti út í vökvann.
Bakið grísahnakkann undir loki í miðjum ofni í 4-5 klst eða þar til kjötið er orðið lungamjúkt og auðvelt er að rífa það í sundur með 2 göfflum.
Takið kjötið úr pottinum og rífið í sundur. Fleygið bitum sem eru mestmegnis fita. Færið kjötið aftur í steypujárnspottinn og veltið upp úr bragðmiklum vökvanum sem þar er. Smakkið til með salti ef þarf.
Hækkið hitann á ofninum í þá stillingu sem þarf fyrir frönsku kartöflurnar.
Sneiðið rauðkál mjög þunnt, helst með mandolíni (farið varlega!) og rífið gulrót. Hrærið saman majónes og borðedik fyrir hrásalatsdressinguna og blandið vel saman við rauðkálið og rifnu gulrótina skömmu áður en maturinn er borinn fram. Smakkið til með salti.
Hrærið saman majónes, hvítlauksduft og Tabasco sriracha sósu
Bakið franskar kartöflur eftir leiðbeiningum á poka.
Ristið hamborgarabrauðin á heitri pönnu í stutta stund þar til þau eru fallega gyllt.
Takið 600 g af pulled pork og blandið 1 dl af BULLS-EYE: Smokey chipotle saman við.
Smyrjið topp hamborgarabrauðin með 1 msk af majónesi og botn brauðin með 1 msk af BULLZ-EYE: Smokey chipotle sósu. Raðið svo kjöti, súrum gúrkum og hrásalati í brauðin.
Berið fram Smokey chipotle pulled pork borgara með frönskum og spicy majó.
Uppskrift frá Snorra á maturogmyndir.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Forhitið ofn í 150°C á blæstri
Hrærið saman öllu kryddinu, salti og sykur fyrir pulled pork rub.
Setjið grísahnakkann í steypujárnspott með loki og nuddið vel með kryddblöndunni á öllum hliðum. Hellið bjórnum meðfram grísahnakkanum og bætið kjúklingakrafti út í vökvann.
Bakið grísahnakkann undir loki í miðjum ofni í 4-5 klst eða þar til kjötið er orðið lungamjúkt og auðvelt er að rífa það í sundur með 2 göfflum.
Takið kjötið úr pottinum og rífið í sundur. Fleygið bitum sem eru mestmegnis fita. Færið kjötið aftur í steypujárnspottinn og veltið upp úr bragðmiklum vökvanum sem þar er. Smakkið til með salti ef þarf.
Hækkið hitann á ofninum í þá stillingu sem þarf fyrir frönsku kartöflurnar.
Sneiðið rauðkál mjög þunnt, helst með mandolíni (farið varlega!) og rífið gulrót. Hrærið saman majónes og borðedik fyrir hrásalatsdressinguna og blandið vel saman við rauðkálið og rifnu gulrótina skömmu áður en maturinn er borinn fram. Smakkið til með salti.
Hrærið saman majónes, hvítlauksduft og Tabasco sriracha sósu
Bakið franskar kartöflur eftir leiðbeiningum á poka.
Ristið hamborgarabrauðin á heitri pönnu í stutta stund þar til þau eru fallega gyllt.
Takið 600 g af pulled pork og blandið 1 dl af BULLS-EYE: Smokey chipotle saman við.
Smyrjið topp hamborgarabrauðin með 1 msk af majónesi og botn brauðin með 1 msk af BULLZ-EYE: Smokey chipotle sósu. Raðið svo kjöti, súrum gúrkum og hrásalati í brauðin.
Berið fram Smokey chipotle pulled pork borgara með frönskum og spicy majó.