Smávefjur með reyktum laxi og rjómaosti

  , ,

apríl 15, 2019

  • Fyrir: 4

Hráefni

4 vefjur Mission Quinoa & Chia

225 g ferskur geitaostur eða Philadelphia rjómaostur

300 g reyktur lax

1 handfylli af spínati

1 maukaður hvítlauksgeiri

1 msk ólífuolía

3 msk graslaukur fínt skorinn

Salt og pipar

Leiðbeiningar

1Blandið ostinum og skorna graslauknum í skál.

2Bætið hvítlauknum við ásamt salti og pipar eftir smekk.

3Dreifið blöndunni vel á vefjurnar fjórar.

4Setjið lag af spínatblöðum á vefjurnar og svo lag af reykta laxinum ofan á það.

5Rúllið upp.

6Skerið niður í ca 7-8 bita.

7Geymið á köldum stað þar til þetta er borið fram.

8

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Þessi humarsúpa er einstaklega bragðgóð, kraftmikil og silkimjúk.

Ljúffengar og fljótlegar fiskibollur

Sælkera fiskibollur með TUC kexi og mangósósu.

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.