fbpx

Smassborgara „Big Mac“ með Amerískri hamborgarasósu

Þessa dagana eru allir sjúkir í smassborgara og af góðri ástæðu! Smassborgarar eru sérstaklega ljúffengir, vel brúnaðir og safaríkir þar sem þeir eru steiktir í stutta stund við mjög háan hita.

Magn2 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 Heinz American Style Burger Sauce
 240 g Ungnautahakk
 4 stk Hamborgarabrauð lítil (Með sesam)
 4 stk Amerískur ostur í sneiðum
 25 g Íssalat
 2 stk Súr gúrka
 1 stk Laukur
 Franskar kartöflur
 Smjör

Leiðbeiningar

1

Mótið fjórar 60 gramma kúlur úr ungnautahakkinu. Varist að þjappa kjötinu of mikið saman.

2

Sneiðið lauk og súra gúrkur eftir smekk.

3

Bræðið smá smjör á pönnu og ristið hamborgarabrauðin þar til þau eru fallega gyllt. Við ætlum að rista 4 botna en aðeins 2 toppa svo við getum myndað þennan klassíska 2 hæða „Big Mac“.

4

Þar sem borgararnir eru mjög fljótir að steikjast er best að vera með hamborgarabrauðin klár áður en byrjað er að steikja.

5

Smyrjið brauðin með Heinz American Style hamborgarasósu, raðið káli í botn brauðin, lauk og súrum gúrkum í topp brauðin.

6

Nuddið ögn af olíu á steypujárnspönnu og bíðið þar til hún er rjúkandi heit. Setjið 2 kjöt kúlur á pönnuna og notið stálspaðana til að fletja kúlurnar kröftuglega niður. Saltið kjötið rausnarlega og piprið. Steikið í um 1 mín áður en þið snúið og setjið ost á kjötið. Setjið lok á pönnuna og bíðið í 20-30 sek þar til osturinn er bráðnaður. Endurtakið með restina af kjötinu.

7

Raðið saman borgurunum og berið fram með frönskum kartöflum.


Matreiðsla, MatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 Heinz American Style Burger Sauce
 240 g Ungnautahakk
 4 stk Hamborgarabrauð lítil (Með sesam)
 4 stk Amerískur ostur í sneiðum
 25 g Íssalat
 2 stk Súr gúrka
 1 stk Laukur
 Franskar kartöflur
 Smjör

Leiðbeiningar

1

Mótið fjórar 60 gramma kúlur úr ungnautahakkinu. Varist að þjappa kjötinu of mikið saman.

2

Sneiðið lauk og súra gúrkur eftir smekk.

3

Bræðið smá smjör á pönnu og ristið hamborgarabrauðin þar til þau eru fallega gyllt. Við ætlum að rista 4 botna en aðeins 2 toppa svo við getum myndað þennan klassíska 2 hæða „Big Mac“.

4

Þar sem borgararnir eru mjög fljótir að steikjast er best að vera með hamborgarabrauðin klár áður en byrjað er að steikja.

5

Smyrjið brauðin með Heinz American Style hamborgarasósu, raðið káli í botn brauðin, lauk og súrum gúrkum í topp brauðin.

6

Nuddið ögn af olíu á steypujárnspönnu og bíðið þar til hún er rjúkandi heit. Setjið 2 kjöt kúlur á pönnuna og notið stálspaðana til að fletja kúlurnar kröftuglega niður. Saltið kjötið rausnarlega og piprið. Steikið í um 1 mín áður en þið snúið og setjið ost á kjötið. Setjið lok á pönnuna og bíðið í 20-30 sek þar til osturinn er bráðnaður. Endurtakið með restina af kjötinu.

7

Raðið saman borgurunum og berið fram með frönskum kartöflum.

Smassborgara „Big Mac“ með Amerískri hamborgarasósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Caj P hamborgariÞað er alveg geggjað að pensla hamborgara með Caj P grillolíu! Gefur extra gott bragð og gerir hamborgarann enn meira…