Smáar pavlóvur með lakkrís og berjum.
Stífþeytið eggjahvítur, sykur, salt, hvítvínsedik og vanilludropa.
Setjið í sprautupoka og sprautið litla toppa á bökunarpappír. Þrýstið létt á toppana með skeið. Bakið á blæstri við 100°C í 1 klst.
Blandið þeyttum rjóma, vanillusykri og lakkrís saman. Setjið ofan á pavlóvurnar ásamt blönduðum berjum.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki